fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vatnsflaska olli umferðarslysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. október 2019 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem var að teygja sig eftir vatnsflösku lenti í árekstri á Reykjanesbraut í vikunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn tók augun af veginum er hann var að teygja sig eftir flöskunni með þeim afleiðingum að hann lenti á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Í tilkynningunni er einnig greint frá öðru óhappi sem varð í umdæminu í vikunni:

„Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Bifreið ökumanns, sem ók inn á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut þegar hann var að teygja sig eftir vatnsflösku og leit þá af veginum, hafnaði á bifreið sem kom á móti. Ekki urðu slys á fólki en bifreiðirnar voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá ók annar ökumaður aftan á bifreið sem var kyrrstæð á gatnamótum. Ökumaðurinn sem ekið var aftan á kenndi eymsla eftir áreksturinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi