Fimmtudagur 12.desember 2019
Fréttir

Mótmæli við Grand Hótel – Þess krafist að nýja stjórnarskráin taki gildi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. október 2019 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmælastaða hefst fyrir utan Grand Hótel kl. 17 í dag þar sem hópur fólks mun krefjast þess að ný stjórnarskrá sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 taki gildi. Staðsetningin er valin með það í huga að landsfundur Vinstri Grænna fer fram á Grand Hótel. Um þetta segir á vefsíðunni Skandall.is:

BJÖRGUM NÝJU STJÓRNARSKRÁNNI OKKAR! er krafa sem gerð er til forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur en sú stjórnarskrá sem landsmenn bjuggu til í sameiningu eftir hrunið 2008 og var samþykkt í þjóðaratkvæðargreiðslu árið 2012 hefur enn ekki verið samþykkt af stjórnvöldum og ráðamenn hafa ítrekað hunsað vilja þjóðarinar til að taka hana í gagnið í stað þeirrar sem notast hefur verið við frá stofnun lýðveldisins árið 1944 og lofað var að yrði aðeins til bráðabyrgða.

Því boðar Jæja hópurinn til mótmæla við Grand Hotel Reykjavik í dag klukkan 17:00 þar sem landsfundur Vinstri Grænna er haldin til að krefjast þess sú stjórnarskrá sem fólkið í landinu setti saman verði samþykkt í þinginu og tekin í notkunn.

Katrín hefur ítrekað farið með þau ósannindi í fjölmiðlum, ræðum og riti að alþingi sé stjórnarskrárgjafinn á íslandi og því þurfi þingið að ná sem bestri samstöðu um breytingar á stjórnarskrá.  Engu er líkara en Katrín neiti algjörlega að horfast í augu við þá staðreynd að það er ekki verk stjórnvalda eða alþingis að koma að smíði samfélagssáttmála milli þjóðarinar og kjörina fulltrúa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Endurreisn WOW virðist í miklum ólestri – WOW 2.0 hefur ekki greitt kaupverðið og Play borgar ekki laun

Endurreisn WOW virðist í miklum ólestri – WOW 2.0 hefur ekki greitt kaupverðið og Play borgar ekki laun
Fréttir
Í gær

Aron Leví biðst afsökunar: „Á mér engar málsbætur“

Aron Leví biðst afsökunar: „Á mér engar málsbætur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

MYNDBAND – Þakplötur stöðvuðu umferð í Keflavík

MYNDBAND – Þakplötur stöðvuðu umferð í Keflavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Götur borgarinnar eru mannlausar en á meðan fjúka þakplötur fyrir norðan

Götur borgarinnar eru mannlausar en á meðan fjúka þakplötur fyrir norðan