Föstudagur 22.nóvember 2019
Fréttir

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2019 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórnmálamenn bera fulla ábyrgð á umferðaröngþveitinu í Reykjavík. Það er pólitískt og verkfræðilegt klúður. Og nú síðast snýr það að fyrirlitningu á grænum torgum og bílnum, sem borgaryfirvöldin telja sig geta rænt frá fólkinu með skattlagningu og ótta um hamfarahlýnun og dauða jarðarinnar,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, í pistli sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag.

Guðni fjallar þar um skipulagsmál í borginni og vandar hann borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar.

„Byggingaverktakar ráða öllu og borgin snýst kringum þá. Alls staðar er verið að finna göt og óbyggð svæði til að þétta byggð. Nú er svo komið að bæði morgna og kvölds, í vinnu og úr vinnu, er fólkið hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri eða um Klepp og vestur í Sund. Þar síga bílarnir áfram, einn maður oftast í hverjum bíl og stúdentar í öðrum hverjum á leið í háskólann, slíkt er víst einsdæmi í veröldinni. Og svo er kvartað yfir mengunarskýi á heiðskírum morgni.“

Guðni, sem er mikill talsmaður íslensks landbúnaðar, segir að „öfavinstrimenn“ kenni svo „baulum og sauðfé“ um mengunarvandann.

„Það er heimsborgarabragur á þessu öllu. Allt mannanna verk fyrirséð í stjórnun og háttalagi borgarstjóra og borgarstjórnar. Vegagerðin og þingið dansa svo með. Og allt ber að sama brunni,“ segir hann og bætir við að skattar og gjöld á umferðina eigi að leysa vandann.

„Skattur á skatt ofan og af himnum ofan skal hann falla á lýðinn, ekki síst þann sem í úthverfunum býr. Nú skal ekki spurt um tekjur eða hvort auðmaður eða öryrki eigi í hlut, umferðin krefst þessa. Skatturinn kemur á bílinn frá myndavélinni og beint á kennitöluna og þaðan í bankann. Já, þökk sé tækninni og þessu guðdómlega hugarfari, að láta sér detta í hug að láta skatta koma þessa leið.“

Guðni varpar svo ljósi á ýmislegt sem hefði mátt fara betur í skipulagsmálum borgarinnar. Nefnir hann til dæmis Háskólann í Reykjavík og Landspítalann.

„Þeir sem ákváðu að ræna flugvelli þjóðarinnar undir blokkir ákváðu líka að setja annan háskóla í hinn hlutann á Vatnsmýrinni. Þeir sem ákváðu að berja upp Landspítala á rústum þess gamla í Vatnsmýrinni ákváðu líka að þétta og byggja hótel og blokkir á öllum grænum blettum og húsasundum í 101 Reykjavík. Þeir bera alla ábyrgð á því að Reykjavík er í umferðarlegri garnaflækju. Það verður ekki greitt úr þessu með sköttum. Hér þarf mannvit, velvilja og verkfræðilega hugsun í þágu almennings. Saklaust fólk neitar að borga þessi dýru mistök borgarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þröstur gagnrýnir harðlega nafnlausar ásakanir um kynferðislega áreitni – „Útlegð úr mannlegu samfélagi – opinber aftaka“

Þröstur gagnrýnir harðlega nafnlausar ásakanir um kynferðislega áreitni – „Útlegð úr mannlegu samfélagi – opinber aftaka“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hrafn bað vini sína í Namibíu afsökunar: Þetta er svarið sem hann fékk

Hrafn bað vini sína í Namibíu afsökunar: Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð í Landsbankanum: „Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma“

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð í Landsbankanum: „Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma“
Fréttir
Í gær

Stelsjúkur erlendur maður í Reykjanesbæ dæmdur í fangelsi – Fjögur brot sama daginn

Stelsjúkur erlendur maður í Reykjanesbæ dæmdur í fangelsi – Fjögur brot sama daginn
Fréttir
Í gær

Magnús ósáttur við að vera kallaður afneitari: „Borinn saman við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt“

Magnús ósáttur við að vera kallaður afneitari: „Borinn saman við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt“