fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fréttir

Eiginmaður Gabrielu fær ekki að koma til Íslands – Þessi litla stúlka hefur aldrei hitt föður sinn – UPPFÆRT: Eiginmaðurinn kominn með dvalarleyfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. október 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún Cataleya litla verður eins árs gömul eftir nokkra daga. Faðir hennar og móðir giftust sumarið 2018 og hún var getin í febrúar sama ár. Cataleya hefur samt aldrei séð föður sinn, hann var rekinn frá Íslandi í febrúar árið 2018 og hefur aldrei fengið að snúa hingað aftur. Faðir Cataleyu, hann Gledis, er þó með hreint sakavottorð og hann er ekki hælisleitandi. Það vildi bara svo til að hann varð ástanginn af íslenskum ríkisborgara, giftist henni og gat með henni barn. Barn sem hann hefur ekki fengið að hitta og aðeins séð á myndum.

Forsaga málsins nær aftur til þess er Gabriela Saliu kom sjö ára gömul hingað til lands með foreldrum sínum. Fjölskyldan eru íslenskir ríkisborgarar og sjálf talar Gabriela reiprennandi íslensku. Hún er dugmikil íslensk/albönsk kona og starfar sem vaktstjóri hjá Krónunni.

Síðla árs 2017 kom gamall vinur Gabrielu til landsins, Gledis Fusha. Gledis er 33 ára gamall í dag. Gabriela er 25 ára. Hann kom hingað til landsins sem ferðamaður. En þegar Gabriela og Gledis endurnýjuðu vináttu sína breyttist samband þeirra og það tókust með þeim ástir. Í febrúar 2018 varð Gabriela þunguð.

Örfáum dögum síðar var Gledis vísað úr landi. Eftir að löglegum dvalartíma hans sem ferðamaður lauk leitaði Gledis til Útlendingastofnunar um dvalarleyfi. Honum var þá gert að gista á gistiheimili og tilkynna sig daglega. Að 60 dögum liðnum átti að vísa honum úr landi og var það gert. Hann hlaut jafnframt endurkomubann til Íslands.

Endurkomubanninu var síðar rift eftir að Gabriela hafði lagt mikið á sig til að framvísa umbeðnum pappírum, en þar sem Gledis er líka með endurkomubann á Ítalíu þá gildir það sjálfkrafa einnig á Íslandi. Í viðleitni sinni til að reyna að tryggja Gledis dvalarleyfi hér á landi hafa Gledis og Gabriela meðal annars framvísað hreinum sakarvottorðum Gledis í Albaníu og Ítalíu þar sem hann dvaldist um skeið. Gledis hefur hins vegar ekki íslenska kennitölu og ekkert sakavottorð héðan. Hann hefur hins vegar aldrei komist í kast við lögin og að sögn Gabrielu hefur hann bara áhuga á því að eiga eðlilegt líf á Íslandi, ala upp dóttur sína, vinna fyrir sér, borga skatta og læra íslensku. Gledis hefur ennfremur skilað umbeðinni skýrslu til Útlendingastofnunar um ferðir og dvalarstaði sína síðustu fimm árin.

Eftir að hafa framvísað öllum þeim gögnum sem yfirvöld útlendingamála hér krefjast hafa Gledis og Gabriela beðið lengi eftir úrlausn á máli Gledis svo að fjölskyldan geti sameinast. En ekkert bólar á þeirri úrlausn.

Sumarið 2018, nokkrum mánuðum áður en Cataleya fæddist, fór Gabriela út til Albaníu til Gledis og þau létu gefa sig saman í hjónaband.

Gabriela telur þetta mál vera einstakt og skilur ekki hvers vegna Gledis getur ekki fengið dvalarleyfi. „Þetta er óskiljanlegt og bæði lögfræðingurinn minn og starfsmaður í Útlendingastofnun sögðu mér á sínum tíma að þetta ætti að ganga í gegn. En það gerði það ekki. Og það er mjög erfitt að fá svör frá Útlendingastofnun, þau láta mann bíða lengi og það er erfitt að ná í fólk þar.“

Cataleya litla á eins árs afmæli fyrir lok mánaðarins en hún heitir fullu nafni Cataleya Fushi Gledisdóttir. Næstkomandi þriðjudag halda þær mæðgur til Albaníu. Þá verða langþráðir endurfundir og fjölskyldan sameinast í nokkra daga. Draumurinn er hins vegar að lifa eðlilegu fjölskyldulífi á Íslandi, vinna og gera gagn í samfélaginu.

„Það er mikil fátækt í Albaníu en hér eru lífskjör mjög góð,“ segir Gabriela en henni hefur vegnað mjög vel í starfi sínu hjá Krónunni og fjölskyldan öll átt gott líf á Íslandi, unnið fyrir sér og lært íslensku. Draumur Gabrielu er að Gledis bætist brátt í hópinn og geti fengið að ala upp barnið þeirra með henni.

UPPFÆRT:

Málið er nú leyst því Gledis hefur fengið dvalarleyfi og er væntanlegur til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 20 þúsund hafa nýtt sér ferðagjöf ríkisins

Rúmlega 20 þúsund hafa nýtt sér ferðagjöf ríkisins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róbert Marshall: Mér fannst ég vera kominn inn í búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn

Róbert Marshall: Mér fannst ég vera kominn inn í búbblu þar sem ég væri ekki að gera gagn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári sendir frá sér nýja yfirlýsingu og skýrir stöðuna

Kári sendir frá sér nýja yfirlýsingu og skýrir stöðuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útför Finns og Jóhönnu í dag

Útför Finns og Jóhönnu í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma

Vilja að hætt verði að malbika á háannatíma