fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Barnaverndanefnd brást börnum Sigurlaugar: „Samkvæmt þessari konu máttu sem sagt ráðast á börnin þín“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurlaug Steinarsdóttir á þrjú börn með manni sem á dögunum var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungum syni sínum. Hún stígur fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem hún opnar sig um ofbeldissamband við barnsföður sinn, eineltið sem hún varð fyrir í æsku og hvernig barnaverndarnefnd brást henni og þá sérstaklega börnum hennar.

Maðurinn var dæmdur í byrjun október, en brotin áttu sér stað á tímabilinu 1996-2003. Í viðtali Stundarinnar við Sigurlaugu kemur fram að dóttir hennar, sem hún átti úr fyrra sambandi, hafi greint frá því árið 2001 að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi af hendi stjúpföður síns, en þá voru Sigurlaug og maðurinn enn saman. Kæran var lögð fram nafnlaust. Á þeim tíma trúði Sigurlaug því ekki upp á barnsföður sinn að hann væri fær um að beita slíku ofbeldi og sótti hart að dóttur sinni að draga sakirnar til baka. Dóttir hennar var þá sex ára gömul. Ekkert var gert í því máli og gat maðurinn haldið áfram brotum gegn syni sínum í tvö ár til viðbótar, en rétt er að taka fram að hann hefur enn ekki verið dæmdur fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni. Þegar augu Sigurlaugar opnuðust fyrir ofbeldinu reyndi hún að kæra brot gegn dóttur sinni á nýjan leik, en þar sem á þeim tíma stóð hún í forsjármáli við manninn var ekkert mark tekið á kærunni.

Í kjölfarið var manninum veitt forræði yfir börnunum þrem.. Sigurlaug var á slæmum stað í lífinu eftir langvarandi ofbeldi og einelti, og því ekki talið börnunum fyrir bestu að hún færi með forsjána. Sigurlaug kveðst sammála þeirri niðurstöðu, þó staðan sé önnur í dag. Henni þykir þó mikilli furðu sæta að faðir þeirra hafi fengið forræði. Einkum í ljósi þess að Sigurlaug hafði á þeim tíma greint frá ofbeldinu sem hann hafði beitt hana sjálfa og aðra, sem og nafnlausa kæran frá árinu 2001.„Það hefur aldrei verið tekið mark á mér eða neinum af þeim sem hafa reynt að hjálpa mér.“

Sigurlaug segist hætt að treysta Barnavernd Reykjavíkur og hefur ekki lengur samband.„Barnaverndin hefur ekki hjálpað börnunum hingað til og ég treysti henni ekki til að hjálpa þeim núna heldur. Eftir eitt skiptið þegar barnavernd hafði afskipti af þeim, eftir að ég hafði haft samband við hana, sendi dóttir mín mér skilaboð og sagði að barnavernd gerði aldrei neitt, nema gera illt verra.“

Einu sinni þegar dóttir þeirra var í umgengni hjá Sigurlaugu opnaði hún sig um ofbeldi sem faðir hennar hafði beitt hana. Sigurlaug ákvað því að senda dóttur sína ekki aftur í ofbeldið. Hins vegar, líkt og áður segir, var faðir stúlkunnar með forsjána.

„Stuttu seinna komu tvær konur frá Barnavernd Reykjavíkur og náðu í hana. Ég sagði þeim orðrétt hvað stelpan hafði sagt við mig. Þá sagði önnur þeirra ,„það er eðlilegt að foreldrar missi stjórn á skapi sínu stöku sinnum“. Samkvæmt þessari konu máttu sem sagt ráðast á börnin þín, ef þú ert að missa stjórn á skapi þínu ég get ekki séð þetta öðruvísi. Mig langar að fara í mál við barnavernd. Hún skuldar börnunum mínum afsökunarbeiðni.“

Frá því að Sigurlaug sleit samvistum við barnsföður sinn hefur hún, að hennar sögn, margsinnis reynt að vekja athygli á brotum mannsins. Nú síðast rétt áður en maðurinn varð kærður fyrir þau brot sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir gagnvart syni úr fyrra sambandi.

Nú vonast Sigurlaug eftir því að henni verði dæmd forsjá yngsta sonar þeirra, en eldri börnin tvö eru orðin sjálfráða. Hins vegar hefur ekkert slíkt verið gert og fer maðurinn enn með forsjá sonar síns, þrátt fyrir að vera nú dæmdur barnaníðingur.

Hér má lesa ítarlegt viðtal Sigurlaugar í Stundinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“