fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hannes skilur ekki hvers vegna dómstólar velja Svein Andra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2019 11:32

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmasteinn Gissurarson stjórnmálaprófessor segist á Facebook ekki skilja hvers vegna Sveinn Andri Sveinsson fái stórum verkefnum úthlutað frá dómstólum. Sveinn Andri hefur löngum þótt meðal umdeildustu lögmönnum landsins en skemmst er að minnast þess að fjölmiðlar hafa ítrekað greint frá því hvernig hann hefur sóst í unglingsstúlkur.

Í gær var svo greint frá því að Sveinn Andri þyrfti að endurgreiða þrotabúi EK1923, heildverslunar sem var um tíma birgir fyrir Subway-keðjuna á Íslandi, allar greiðslur sem hann hefur ráðstafað til sín af eignum búsins. Sveinn er sagður hafa greitt sjálfum sér þóknun upp á 100 milljónir króna. Hann ku hafa greitt sjálfum sér 50 þúsund krónur á klukkustund.

Hannes deilir frétt um það og skrifar: „Mér er satt að segja ekki ljóst, hvers vegna dómstólar hafa falið þessum lögmanni vandasöm og flókin trúnaðarverkefni. Almennt vekur framganga hans ekki traust.“ Í vor var Sveinn Andri skipaður skiptastjórar þrotabús WOW air, sem er meðal stærstu þrotabúa Íslands í seinni tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala