Föstudagur 22.nóvember 2019
Fréttir

Hannes skilur ekki hvers vegna dómstólar velja Svein Andra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2019 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmasteinn Gissurarson stjórnmálaprófessor segist á Facebook ekki skilja hvers vegna Sveinn Andri Sveinsson fái stórum verkefnum úthlutað frá dómstólum. Sveinn Andri hefur löngum þótt meðal umdeildustu lögmönnum landsins en skemmst er að minnast þess að fjölmiðlar hafa ítrekað greint frá því hvernig hann hefur sóst í unglingsstúlkur.

Í gær var svo greint frá því að Sveinn Andri þyrfti að endurgreiða þrotabúi EK1923, heildverslunar sem var um tíma birgir fyrir Subway-keðjuna á Íslandi, allar greiðslur sem hann hefur ráðstafað til sín af eignum búsins. Sveinn er sagður hafa greitt sjálfum sér þóknun upp á 100 milljónir króna. Hann ku hafa greitt sjálfum sér 50 þúsund krónur á klukkustund.

Hannes deilir frétt um það og skrifar: „Mér er satt að segja ekki ljóst, hvers vegna dómstólar hafa falið þessum lögmanni vandasöm og flókin trúnaðarverkefni. Almennt vekur framganga hans ekki traust.“ Í vor var Sveinn Andri skipaður skiptastjórar þrotabús WOW air, sem er meðal stærstu þrotabúa Íslands í seinni tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þröstur gagnrýnir harðlega nafnlausar ásakanir um kynferðislega áreitni – „Útlegð úr mannlegu samfélagi – opinber aftaka“

Þröstur gagnrýnir harðlega nafnlausar ásakanir um kynferðislega áreitni – „Útlegð úr mannlegu samfélagi – opinber aftaka“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hrafn bað vini sína í Namibíu afsökunar: Þetta er svarið sem hann fékk

Hrafn bað vini sína í Namibíu afsökunar: Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð í Landsbankanum: „Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma“

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð í Landsbankanum: „Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma“
Fréttir
Í gær

Stelsjúkur erlendur maður í Reykjanesbæ dæmdur í fangelsi – Fjögur brot sama daginn

Stelsjúkur erlendur maður í Reykjanesbæ dæmdur í fangelsi – Fjögur brot sama daginn
Fréttir
Í gær

Magnús ósáttur við að vera kallaður afneitari: „Borinn saman við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt“

Magnús ósáttur við að vera kallaður afneitari: „Borinn saman við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt“