fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Gerir íbúum í Garðabæ lífið leitt – Lét sig hverfa þegar lögreglan kom

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2019 06:20

Frá Garðabæ. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt ef marka má dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um innbrot í bifreið í hverfi 105 klukkan korter yfir fimm í gær og stuttu síðar var bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Rétt fyrir klukkan sex var óskað eftir aðstoð á veitingastað í miðborginni en þar var einstaklingur til vandræða. Einstaklingurinn var fjarlægður af staðnum. Rúmlega sex var tilkynnt um umferðaróhapp í Efra-Breiðholti.

Þegar klukkan var langt gengin í átta var bifreið stöðvuð í hverfi 105 en ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. Laust fyrir hálf níu var ökumaður tekinn í Garðabæ, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Rétt rúmlega níu varð umferðaróhapp í hverfi 105 og rúmleg hálf tíu var ökumaður stöðvaður í hverfi 110, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess var hann ekki með ökuréttindi.

Rétt eftir tíu var bifreið stöðvuð í Kópavogi, en hún reyndist ótryggð. Þá reyndist ökumaður vera með útrunnin ökuréttindi. Rúmlega eitt í nótt var ökumaður stöðvaður í Garðabæ, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Rétt fyrir þrjú í nótt var tilkynnt um einstakling að brjóta rúður í verslun í miðbænum. Einstaklingurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang. Laust fyrir fjögur var óskað eftir lögreglu í Garðabæ vegna einstaklings sem berji reglulega á hús tilkynnanda. Einstaklingurinn var farinn þegar að lögregla kom á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala