Mánudagur 18.nóvember 2019
Fréttir

Faðir þolanda nauðgunar lofsamar grein Áslaugar Örnu – Sakar Hildi og Sóleyju um orðhengilshátt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2019 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frábært framtak hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem við aðstandendur kvenna sem orðið hafa fyrir nauðgunum eða kynferðislegu áreiti fögnum ákaft. Að standa í orðhengilshætti líkt og sumir dólgafemínistar gera, sýnir að þeir eru ekki í leit lausnum og réttlæti, heldur í heilögu stríði gegn öllu því sem karlkyns er. Sorglegt að sumar konur átti sig ekki á því að börn, konur og karlar, sem verða fórnarlömb nauðgana, eiga feður, bræður, frændur og karlkyns vini og kunningja,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson, stjórnsýslufræðingur, yfirtollvörður og söngvari.

Tilefnið er grein sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði í Morgunblaðið í gær en þar reifar hún áform um að efla rannsóknir kynferðisbrota og bæta viðmót við þolendur. Sagði Áslaug að á undanförnum árum hafi komið fram alvarlegar ábendingar um að þolendur hafi veigrað sér við að kæra afbrotin þar sem þeir treysti ekki réttarvörslukerfinu:

„Slíkt er óboðlegt í íslensku réttarríki. Hér er um alvarlega brotalöm að ræða sem brýnt er að takast á við með ákveðnum og skilvirkum hætti. Þeir sem kæra kynferðisafbrot þurfa að vera þess fullvissir að tekið verði á málum þeirra af fagmennsku.“

Áslaug vill beita sér fyrir mannlegra kerfi gagnvart þolendum kynferðisbrota:

„Allir sem komið hafa með einum eða öðrum hætti að rannsóknum eða úrvinnslu kynferðisbrota vita að þau eru flókin úrlausnar. Það verður aldrei undan því vikið. Sönnunarbyrðin er oft erfið og við þurfum ávallt að gæta að grundvallarreglum réttarríkisins. Á sama tíma vinnum við markvisst að því að tryggja að réttarvörslukerfið taki vel utan um þolendur kynferðisafbrota og veiti þeim skjól á þeim erfiða kafla sem fylgir slíkum brotum. Það þarf að gera af fagmennsku og um leið af hlýju og tillitssemi. Í flestum tilvikum eru skjólstæðingar ríkisins tölur á blaði eða málsnúmer, en í þessum tilvikum er mikilvægt að líta á mannlega þáttinn og horfa til þess að annar aðili málsins er brotinn einstaklingur sem þarf á nauðsynlegri aðstoð að halda. Kerfið þarf að vera mannlegt og til þess fallið að veita brotaþolum skjól. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði.“

Gagnrýnd fyrir að skrifa „þeir“

Viðbrögð við grein Áslaugar, sem sætir nokkrum tíðindum, tóku óvæntan snúning í gær. Feministarnir Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir gagnrýndu Áslaugu harðlega fyrir þessa málsgrein: „Þeir sem kæra kynferðisafbrot þurfa að vera þess fullvissir að tekið verði á málum þeirra af fagmennsku.“ – Notkun persónufornafnsins „þeir“ er það sem stendur í þeim Hildi og Sóleyju og má á þeim skilja að eðlilega hefði verið að Áslaug hefði notað persónufornafnið „þær“ þar sem yfirgnæfandi meirihluti þolenda kynferðisbrota væri konur. Hefur umræða um grein Áslaugar að mestu snúist um þetta atriði.

Dóttir Guðjörns varð fyrir nauðgun og svipti sig lífi

Guðbjörn stígur hér fram sem foreldri þolanda nauðgunar og hrósar Áslaugu fyrir grein hennar og afstöðu. Hann gagnrýnir jafnframt Hildi og Sóleyju fyrir viðbrögð sem hann kallar orðhengilshátt. Dóttur Guðbjörns var nauðgað þegar hún var 16 ára. Framgangur málsins í réttarkerfinu varð fjölskyldunni síðan annað áfall. DV fjallaði um málið haustið 2017 og þar segir:

Fyrir nokkrum árum urðu Guðbjörn og fjölskylda hans fyrir miklu áfalli er dóttur hans var nauðgað. Hún var þá aðeins 16 ára og algjörlega saklaus, ung sveitastelpa, reynslulaus í kynferðismálum. Um var að ræða lyfjanauðgun, að áliti Guðbjörns þó að byrlunin sé ósönnuð, og gerandinn piltur um tvítugt úr sama skóla. Tvær aðrar stúlkur sökuðu hann um nauðgun, en hann var ekki ákærður í þeim málum sökum skorts á sönnunargögnum. Á dóttur Guðbjörns mátti finna ýmsa áverka og ummerki um mikla grimmd og kynferðislega ónáttúru viðkomandi.

„Dóttir mín gerði nánast allt rétt í málinu. Hún fór á neyðarmóttökuna og fékk áverkavottorð og svo framvegis. Lögregla stóð sig líka vel og rannsóknin var til fyrirmyndar. Saksóknari stóð sig líka eins og hetja. Þrátt fyrir þetta var maðurinn sýknaður fyrir Héraðsdómi og aftur fyrir Hæstarétti. Þetta mál lék dóttur mína hræðilega.“

Dóttir Guðbjörns svipti sig lífi síðasta sumar vegna eftirkastanna af þessum atburðum. Þar spilaði einnig inn í slök þjónusta í heilbrigðiskerfinu en hún fékk ekki vist á geðdeild þegar hún þurfti mest á henni að halda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fæðingarorlofssjóður gegn einstæðum

Fæðingarorlofssjóður gegn einstæðum
Fréttir
Í gær

Elliði skrifar um Samherjamálið og segir fólki að róa sig – Mútuþægni í Namibíu segi ekkert um íslenskan veruleika

Elliði skrifar um Samherjamálið og segir fólki að róa sig – Mútuþægni í Namibíu segi ekkert um íslenskan veruleika
Fréttir
Í gær

Aumasta yfirlýsing í heimi

Aumasta yfirlýsing í heimi
Fréttir
Í gær

Chris Pratt á Íslandi – Féll fyrir upphækkuðum jeppum

Chris Pratt á Íslandi – Féll fyrir upphækkuðum jeppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margrét þarf þína hjálp – Keyrt á dóttur hennar: „Spurði hvort væri í lagi með hana og keyrði svo í burtu“

Margrét þarf þína hjálp – Keyrt á dóttur hennar: „Spurði hvort væri í lagi með hana og keyrði svo í burtu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alelda bíll við Gylfaflöt – Vegfarendur heyrðu sprengingar

Alelda bíll við Gylfaflöt – Vegfarendur heyrðu sprengingar