Föstudagur 22.nóvember 2019
Fréttir

Andri hraunar yfir blaðamann Vísis: „Þessi frétt er ekki skrifuð með neitt nema illgirni í huga“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. október 2019 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Kjartansson, blaðamaður Vísis, skrifaði umdeilda frétt um Facebook-hópinn Jæja en hópurinn hefur vakið mikla athygli fyrir hvassar færslur sem miðast að auðvaldi landsins.

Í fréttinni sem Kjartan skrifaði var Andri Sigurðsson, stjórnarmaður í félagastjórn Sósíalistaflokksins, sagður stýra nafnlausum áróðri á vegum Jæja. Andri gagnrýnir frétt Kjartans harðlega í færslu á Facebook en þar segir hann fréttina ekki vera skrifaða með neitt nema illgirni í huga.

„Þar sem hinn vaski blaðamaður Kjartan Kjartansson á Vísir.is er að skrifa aðra grein um mig og hinn ógurlega Jæja-hóp, sem hann telur af sinni einskæru snilld vera „tegund af spillingu“, þá langar mig að pósta hérna athugasemd sem ég skrifaði annarstaðar. Ég hef ekki hugmynd um hvað verður í næstu grein en hann Kjartan virðist halda að það að halda úti Facebook síðu sem berst fyrir félagslegu og efnahagslegu réttlæti, fyrir lýðræði og gegn spillingu, sé einhver ótrúlegur glæpur sem verði að fletta ofan af eins og Dorothy og hundurinn Toto flettu ofan af galdrakarlinum í Oz.“

Hér fyrir neðan má sjá athugasemdina sem Andri skifaði um fréttina annars staðar og birti í færslunni sinni en hann segir þessa frétt vera gott dæmi um það hvernig valdið í samfélaginu virki.

„Kannski kærði ég mig bara ekkert um að hafa einhverja asna [ritskoðað] geltandi á mig fyrir að vilja berjast fyrir félagslegu réttlæti og sósíalima. Þessi frétt er hinsvegar alvag útúr biluð. Ég ætla ekkert að gera mig að einhverjum pístlarvotti en það er augljóst að þessi frétt er ekki skrifuð með neitt nema illgirni í huga og þessi Kjartan Kjartansson lítur á það sem sitt hlutverk að taka niður einhverja Facebook síðu á internetinu sem hefur gagnrýnt harðlega fjölmiðilinn sem hann starfar á og hugmyndafræðina sem hann fylgir. Þetta er í raun bara gott dæmi um það hvernig valdið í samfélaginu virkar. Í stað þess að beina spjótum sínum að raunverulegum vandamálum samfélagsins, ríka fólkinu sem pumpar milljörðum í handónýta fjölmiðla árlega til að verja stöðu sína og til að tryggja að engar breytingar verði gerðar á kerfinu að þá er einhver Jæja síða sem er haldið úti af nokkrum aktívistum tekin fyrir eins og við séum einhverjir stórkostlegir glæpamenn. Jafnvel ekkert skárri en Panamafólkið sem við mótmælum og gagnrýnum. Hérna er augljóslega verið að kýla niður og kýla til að verja valdið. Það er auðvitað skömm af þessu en ég geri mér engar vonir um að Jakob Bjarnar skilji eitthvað hvað ég sé að tala um og ég hef í raun engan áhuga að heyra hvað honum finnst um þetta.“

Hann segir þetta fyrst og fremst vera skólabókardæmi um handónýta fjölmiðla sem eru fastir í viðjum valdsins og meginstraums hugmyndafræði markaðshyggju og nýfrjálshyggju.

„Ég myndi mæla með því að starfsfólk Vísis tæki sér svona eins og eina helgi og læsi Manufacturing Consent, til að skilja stöðu sína og takmarkanir fjölmiðla sem starfa á markaði og eru háðir fjármagni auðmanna og fyrirtækja. Slík fjölmiðlun getur aldrei orðið neitt nema tæki sem í besta falli hefur engin áhrif en í því versta viðheldur valdi hinna ríku í samfélaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þröstur gagnrýnir harðlega nafnlausar ásakanir um kynferðislega áreitni – „Útlegð úr mannlegu samfélagi – opinber aftaka“

Þröstur gagnrýnir harðlega nafnlausar ásakanir um kynferðislega áreitni – „Útlegð úr mannlegu samfélagi – opinber aftaka“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hrafn bað vini sína í Namibíu afsökunar: Þetta er svarið sem hann fékk

Hrafn bað vini sína í Namibíu afsökunar: Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð í Landsbankanum: „Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma“

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð í Landsbankanum: „Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma“
Fréttir
Í gær

Stelsjúkur erlendur maður í Reykjanesbæ dæmdur í fangelsi – Fjögur brot sama daginn

Stelsjúkur erlendur maður í Reykjanesbæ dæmdur í fangelsi – Fjögur brot sama daginn
Fréttir
Í gær

Magnús ósáttur við að vera kallaður afneitari: „Borinn saman við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt“

Magnús ósáttur við að vera kallaður afneitari: „Borinn saman við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt“