fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Steinar er með mikilvæg skilaboð til foreldra – Þetta getur komið í veg fyrir stórslys

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2019 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur verið mikið um afar hættulega reiðhjólahrekki hér á landi.

Hrekkurinn lýsir sér þannig að losað er um dekk reiðhjóla sem veldur því að þegar hjólað er á þeim fer dekkið af og manneskjan dettur á stéttina. Þessi grimmi hrekkur hefur undanfarið verið alltof algengur. Jón Haukur Baldvinsson fjölskyldufaðir sagði í samtali við DV í september að foreldrar þurfi að tala við börnin sín um málið.

„Þetta er sem sagt ennþá í gangi að krakkar eru að losa dekk af hjólum þrátt fyrir skelfilegt slys um daginn sem rataði í fréttirnar þegar drengur varð fyrir því að mölbrotnaði á honum handleggurinn. Foreldrar þurfa að brýna fyrir krökkunum sínum að tékka alltaf á dekkjunum á hjólunum sínum áður en er lagt af stað því því miður eru þarna einhverjir brjálæðingar útí að stunda þessi skemmdarverk,“

Steinar Kjartansson deildi færslu varðandi málið á Facebook en færslan hefur vakið mikla athygli. Í færslunni sýnir Steinar hvernig er hægt að koma í veg fyrir að stórslys verði af völdum þessa grikks.

„Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna. Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.“

Hann kemur síðan með mjög einfalda en skilvirka lausn sem getur hjálpað börnum að sjá hvort átt hafi við hjólið.

„Með því að herða plastbensli yfir arminn á rónni má jafnvel koma í veg fyrir að hún sé losuð en í öllu falli ætti að vera augljóst ef átt hefur verið við hana. Þessi plastbensli fást í flestum byggingavöru verslunum, í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum. Stærri gerðirnar af þessu eru mjög sterkar. Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“

Steinar lét fylgja mynd með færslunni sem skýrir lausnina betur.

Sjá einnig:

12 ára drengur í fjóra tíma á sjúkrahúsi eftir andstyggilegan hrekk í Þorlákshöfn

Þórunn í áfalli eftir grimman grikk

Stórhættulegir hrekkir halda áfram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala