fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Fréttir

Erlendur ökumaður í leiguakstri án leyfis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. október 2019 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stóð að því að flytja farþega gegn gjaldi um helgina reyndist ekki hafa ökuréttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni. Þá var hann ekki með skráð dvalarleyfi hér á landi.

Maðurinn var að aka frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar með farþega í bifreiðinni þegar lögregla stöðvaði hann. Þegar hann gat ekki framvísað tilskyldum leyfispappírum var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla.

Þetta er í annað sinn á árinu sem þessi sami maður er staðinn að slíkum verknaði því í febrúar síðastliðnum hafði lögregla afskipti af honum vegna svipaðs máls. Þá var hann í akstri með þrjá farþega sem voru nýkomnir úr flugi. Hann hefur með þessu gerst tvívegis brotlegur við lög um útlendinga og lög um akstur með farþega í atvinnuskyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Áfram í gæsluvarðaldi

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Áfram í gæsluvarðaldi
Fréttir
Í gær

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samherjamálið fyrir rétti í Namibíu – Segir þúsundir manna hafa misst vinnuna og suma hafa svipt sig lífi

Samherjamálið fyrir rétti í Namibíu – Segir þúsundir manna hafa misst vinnuna og suma hafa svipt sig lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvalfjarðargangamálið: framleiddu spíttið úr pólskum barnamat – Aðkoman að bústaðnum var hræðileg

Hvalfjarðargangamálið: framleiddu spíttið úr pólskum barnamat – Aðkoman að bústaðnum var hræðileg