fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Fréttir

Gul viðvörun frá hádegi: Búist er við stormi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2019 09:03

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Von er á austanstormi á suðurströndinni í dag. Vindurinn mun ná sér á strik um hádegisbil og eru gular viðvaranir í gildi frá hádegi til miðnættis. Vindhviður geta farið yfir fjörutíu metra á sekúndu og verða þær einna sterkastar undir Eyjafjöllum og í Öræfum.

Annars staðar á landinu er ekki útlit fyrir storm en austanáttin verður stíf. Með stífum vindi fylgir rigning um landið sunnan- og austanvert.

Á morgun dregur úr vindi víðast hvar þó að líklega verði stormur í Öræfum fram eftir degi og einhver væta um landið austanvert, eins og fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Nánar má skoða veðurspá á Veðurvef DV, en hér fyrir neðan fylgja veðurhorfur næstu daga.

Veður­horf­ur næstu daga:

Á miðviku­dag:
Aust­an 8-13 m/​s, en 13-20 SA-lands. Þurrt að kalla á land­inu, en rign­ing með köfl­um A-ast. Hiti 4 til 11 stig, mild­ast SV-til.

Á fimmtu­dag:
Norðaust­an 8-15 m/​s. Rign­ing SA- og A-lands, skýjað en úr­komu­lítið norðan til, létt­skýjað um landið V-vert. Hiti 2 til 8 stig, mild­ast syðst.

Á föstu­dag:
Hægt minnk­andi norðaustanátt. Skýjað og úr­komu­lítið fyr­ir aust­an, en bjart með köfl­um V-lands. Hiti 1 til 6 stig yfir dag­inn, en víða lík­ur á næt­ur­frosti.

Á laug­ar­dag:
Frem­ur hæg breyti­leg átt og skýjað með A-strönd­inni, ann­ars bjart á köfl­um. Kóln­ar held­ur.

Á sunnu­dag:
Suðvest­læg átt og fer að rigna V-lands. Hiti 0 til 7 stig.

Á mánu­dag:
Útlit fyr­ir breyti­lega átt og úr­komu­samt veður um allt land. Hlýn­ar allra syðst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Banaslys í Reyðarfirði

Banaslys í Reyðarfirði
Fréttir
Í gær

Níð gegn menntamálaráðherra í Facebook-hóp um íslenska tungu ofbýður prófessor

Níð gegn menntamálaráðherra í Facebook-hóp um íslenska tungu ofbýður prófessor
Fréttir
Í gær

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi
Fréttir
Í gær

Átak í gangi til að endurheimta stolið mótorhjól þýsks ferðamanns

Átak í gangi til að endurheimta stolið mótorhjól þýsks ferðamanns
Fréttir
Í gær

Aðalmeðferð gegn Bjarna Ákasyni framundan – Ákærður fyrir skattsvik en ætlar sjálfur í skaðabótamál

Aðalmeðferð gegn Bjarna Ákasyni framundan – Ákærður fyrir skattsvik en ætlar sjálfur í skaðabótamál
Fréttir
Í gær

Gríðarleg þynging dóma veldur álagi á fangelsiskerfið – 300 ár á hverju ári

Gríðarleg þynging dóma veldur álagi á fangelsiskerfið – 300 ár á hverju ári