Föstudagur 22.nóvember 2019
Fréttir

Almar gekk berserksgang í Danmörku: Stórhættuleg atburðarás minnir á bíómynd

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. október 2019 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almar Albertsson, 33 ára Íslendingur búsettur í Danmörku, hefur verið dæmdur þar í landi í eins og hálfs árs fangelsi. Dómari ákvað að vísa Almari ekki úr landi vegna sterkra tengsla hans við Danmörku, en hafði á orði að ef hann bryti aftur af sér þá mætti hann reikna með brottvísun.

Samkvæmt dönskum fjölmiðlum þá var Almar dæmdur fyrir að hafa gengið berserksgang í Suður-Jótlandi. Hann er sagður hafa verið á stolnum Hyundai Santa Fe þann 4. júlí síðastliðinn þegar lögregla stöðvaði hann í Skovby, bæ austan við Sønderborg. Þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann þá ók hann af stað með þeim afleiðingum að tveir lögregluþjónar drógust með bifreiðinni einhvern spöl.

Eftir þetta hófst stórhættuleg eftirför lögreglu sem minnti helst á Hollywood-kvikmynd eða tölvuleik samkvæmt lýsingu. Lögregla virðist hafa elt Almar nær allan daginn í Suður-Danmörku. Hann sagður hafa stofnað lífi fólks í hættu í bænum Sønderborg en þar ók hann í gegnum grindverk og inn í garð. Í bænum Liljehaven ók Almar fyrst á húsvegg og síðan á tvo lögreglubíla.

Þessi árekstrar stöðvuðu þó ekki Almar því hann hélt áfram í sama bæ og ók í gegnum limgerði. Að lokum klessti hann á húsvegg í götunni Arnkilgade. Hann var í kjölfar þess færður á spítala með heilahristing. Almar var dæmdur fyrir fjölda brota en auk þess sem hefur verið nefnt hér þá var hann undir áhrifum fíkniefna og Hyundai-bifreiðin virðist ekki hafa verið fyrsti bíllinn sem hann stal.

Uppfært: Þýðingarvilla varð til þess að DV taldi Almar hafa keyrt lengri vegalengd en hann gerði í raun. Eftirförin átti sér öll stað á eyjunni Als en þar er bærinn Sonderborg. Atburðarrásin var þó engu minni hættulegri því margir litlir bæir eru á eyjunni. Auk þess voru margir á ferli á góðum sumardegi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þröstur gagnrýnir harðlega nafnlausar ásakanir um kynferðislega áreitni – „Útlegð úr mannlegu samfélagi – opinber aftaka“

Þröstur gagnrýnir harðlega nafnlausar ásakanir um kynferðislega áreitni – „Útlegð úr mannlegu samfélagi – opinber aftaka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hrafn bað vini sína í Namibíu afsökunar: Þetta er svarið sem hann fékk

Hrafn bað vini sína í Namibíu afsökunar: Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð í Landsbankanum: „Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma“

Kristján Örn sneri niður öryggisvörð í Landsbankanum: „Þú ræðst ekki á gamlan mann fyrir að halda á síma“
Fréttir
Í gær

Stelsjúkur erlendur maður í Reykjanesbæ dæmdur í fangelsi – Fjögur brot sama daginn

Stelsjúkur erlendur maður í Reykjanesbæ dæmdur í fangelsi – Fjögur brot sama daginn
Fréttir
Í gær

Magnús ósáttur við að vera kallaður afneitari: „Borinn saman við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt“

Magnús ósáttur við að vera kallaður afneitari: „Borinn saman við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt“