fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Fréttir

Þórarinn ósáttur: Smart Parking týndi bíllyklinum – Segja mistök mjög sjaldgæf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. október 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Hávarðsson var fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu þegar hann kom til landsins eftir þriggja daga ferð á erlendri grundu, að bíllykillinn hans hafði týnst hjá Smart Parking, þjónustuaðila í bílageymslu, á meðan bíllinn var í þeirra vörslu. Þórarinn fór yfir málið í opinni færslu á Facebook sem hann sendi DV. Þar segir meðal annars:

„Við komum þreytt en sæl úr flugi og hugðumst stökkva beint inní bílinn og og bruna heim en starfsmaður frá bílastæðaþjónustunni átti að vera tilbúinn með bílinn en við fundum hann hvergi þrátt fyrir mikla leit.

Við tókum þá upp símann og hringdum í þá, þar svaraði ungur drengur sem sagði okkur bara að taka leigubíl heim því þeir væru búnir að týna lyklunum af bílnum okkar en þeir mundu að sjálsögðu borga fyrir leigubílinn.

Þeir myndu senda mann á eftir okkur til að sækja varalyklana til að láta smíða eftir þeim og koma svo bílnum til Reykjavíkur til okkar, við þetta lagði konan mín síman á.

Ég var ekki sáttur við þetta og hringdi í drenginn og sagði honum að ég mundir alls ekki afhenda þeim fleiri lykla frá mér heldur koma með leigubílnum til baka með auka lyklana til að ná í bílinn en þeir þyrtu að taka á móti okkur og borga leigubílinn, þess má geta á þessum tímapunkti var ég orðin talsvert reiður og var kannski orðljótur við starfsmanninn enda fékk ég lítið af svörum.“

Tuttugu og sjö tímum eftir að Þórarinn átti að fá bílinn afhentan fundust lyklarnir. Vildi Smart Parking þá koma bílnum til Þórarins, sem var á öðru máli:

„27 tímum eftir að við áttum að fá bílinn afhentan hringdi einn af eigundum fyrirtækisins í mig og tjáði mér að lyklarnir mínir væru fundnir og ætlaði að senda mér þá um kvöldið, ég sagði nei við því að taka við þeim án þess að þeir væru búnir að gera upp við mig útlagðan kostnað og það sem ég taldi að ég ætti að fá greitt fyrir mína vinnu.

Hann hafði í hótunum við mig, sagðist þekkja mann sem þekkti til mín…..!! þegar ég gekk eftir því hvað henn meinti með þessu sagði hann „að hann vissi alveg hvernig ég væri.“ Ég spurði „nú hvernig er ég.“ Það komu vöflur á hann. „Hann sagði að þú gætir verið svoldið erfiður.“ Ég tók þessu sem hótun og hafði samband við lögregluna sem skráði málið hjá sér enda eru þeir með virkan lykill að bílnum mínum og alla lykla að heimili mínu sem og master lykla að vinnustaðnum.“

Þórarinn greinir frá því að leigubíllinn hafi kostað 40.000 krónur en Smart Parking átti ekki fyrir nema helmingi af kostnaðinum. Útlagður kostnaður vegna mistakanna, þ.e. leigubílakostnaður og kostnaður við endursmíðaðan lykill fór upp í um 80.000 krónur. Þennan kostnað fékk Þórarinn á endanum endurgreiddan. Barst sú greiðsla í lok síðasta föstudags en lyklarnir týndust fimm dögum fyrr, á sunnudegi.

 

Segir að þeim sé sama um þetta

Þórarinn skrifar þetta um samskiptin við Smart Parking vegna málsins:

„Þegar ég hringdi í Jóhann sem er einn af eigundum fyrirtækissins til að reka á eftir lyklunum og greiðslunni 5 sólahringum síðar, þá sagði hann „þú þart ekki að vera svona mökk leiðinlegur.“ Það hefur ekki bólað á afsökunarbeðni frá þeim ennþá enda virðist þetta vera alvanalegt hjá þeim að týna lyklum viðskiptarvina sinna.

Á 5. degi gafst ég upp og fór og náði í lyklana til þeirra, greiðslan er ekki kominn ennþá.

Maður finnur það allan hringinn hversu sama þeim er um þetta, eru reyndar mjög hissa á því að ég skuli hafa brugðist svona illa við þessu og að vaninn hjá þeim er að borga bara kostnaða við lyklasmíðina og leigubílinn.

Málin fóru ekki að ganga fyrr en ég fékk samband við mann sem var prókúruhafi hjá fyrirtækinu, þá fyrst fékk ég afsökunarbeðni frá þeim. Hann var mjög almennilegur í alla staði.“

Eru mistök algeng eða sjaldgæf hjá Smart Parking?

Þórarinn segir enn fremur í pistli sínum að það orð fari af Smart Parking að mistök á borð við þessu séu algeng hjá fyrirtækinu. Hann bendir jafnframt á að bíllinn hans hafi verið geymdur á afviknum stað þar sem engar eftirlitsmyndavélar virðast vera staðsettar. Þetta er ekki í fyrsta skipti þar sem mistök í starfsemi Smart Parking verða að fréttaefni en fyrr á árinu greindi DV frá því er Ingvar Smári Birgisson lögmaður fékk bíl sinn beyglaðan og rispaðan til baka úr vörslu Smart Parking. Sjá nánar hér. Ingvar sagði þá:

„Ég kvarta ekki daglega yfir þjónustu fyrirtækja en í dag ætla ég að gera undantekningu. Í lok apríl ákvað ég að nýta mér þjónustu Smart parking. Þeir bjóða upp á að sækja bílinn við Keflavíkurflugvöll, geyma hann einhvers staðar á meðan utanlandsferð stendur og skutla svo bílnum að flugstöðinni við heimkomu. Þegar ég kom að bílnum eftir heimkomu, hafandi tekið við lyklunum við útganginn á flugstöðinni, var búið að keyra utan í bílinn minn á meðan hann var í umsjá Smart Parking.

Ég kvartaði rakleiðis í starfsmanninn á svæðinu og benti honum á skemmdirnar. Hann lofaði öllu fögru og benti mér á að senda tölvupóst. Það gerði ég og fékk jákvæðan tón fyrst um sinn. Nú eru liðnir tveir mánuðir og Smart Parking hefur ekki svarað mér þrátt fyrir fjölda ítrekana og símtala.

Ég hvet fólk til þess að hugsa sig tvisvar um áður en þjónusta Smart Parking er notuð. Þú færð kannski ekki bílinn aftur í heilu lagi.“ 

Yfir 17.000 bílar og aðeins þrír týndir lyklar

Guðmundur Sindri Harðarson hjá Smart Parking segir hins vegar í samtali við DV að mistök séu mjög fátíð hjá fyrirtækinu:

„Við höfum afgreitt á bilinu 17-19.000 bíla á tveggja ára starfstíma fyrirtækisins og þetta er í þriðja skipti sem lykill týnist. Við erum mannlegir og getum gert mistök en þau eru sjaldgæf og við vorum tilbúnir til að bæta honum skaðann undir eins. En hann var allan tímann að vinna gegn okkur og ekki með okkur og var mjög óbilgjarn.“

Guðmundur segir að Þórarinn hafi verið hrokafullur og erfiður í öllum samskiptum við Smart Parking sem hafi viljað bæta fyrir mistökin strax og koma bílnum sem fyrst í hans vörslu. „Hann öskraði á starfsmann okkar  í símanum í stað þess að hlusta,“ segir Guðmundur. „Staðreyndin er sú að það eru meiri líkur á því að lenda í umferðaróhappi en að bíllyklar týnist hjá okkur,“ segir Guðmundur. „Mér finnst sorglegt og leiðinlegt hvernig Þórarinn tekur á þessu máli,“ bætir hann við og segir að Þórarinn hafi ætla að krefja fyrirtækið um 200.000 krónur í skaðabætur en á endanum hafi þeir greitt honum 82.000 krónur en það er fyrir útlögðum kostnaði vegna leigubíls og endursmíðuðum lykli. Ennfremur hafi gjald fyrir þjónustu Smart Parking við Þórarinn verið fellt niður.

Guðmundur segir að væntanlegur sé til landsins sérstakur GPS-búnaður sem muni útiloka að lyklar týnist í framtíðinni eftir að búnaðurinn verður kominn í notkun hjá Smart Parking sem verður innan tíðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fangelsinu á Akureyri lokað varanlega. 42 ára saga á enda.

Fangelsinu á Akureyri lokað varanlega. 42 ára saga á enda.
Fyrir 23 klukkutímum

Kerfið keyrir á meðvirkni – framvarðasveitin enn samningslaus

Kerfið keyrir á meðvirkni – framvarðasveitin enn samningslaus
Fréttir
Í gær

Íslensk Erfðagreining hættir skimun – Kári sakar Katrínu og Svandísi um virðingarleysi

Íslensk Erfðagreining hættir skimun – Kári sakar Katrínu og Svandísi um virðingarleysi
Fréttir
Í gær

Sigurbjörn kom að slysinu á Kjalarnesi – „„Jesús minn!“ hrópaði kona sem var á svæðinu“

Sigurbjörn kom að slysinu á Kjalarnesi – „„Jesús minn!“ hrópaði kona sem var á svæðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona meiddist við grjóthrun í Esjunni

Kona meiddist við grjóthrun í Esjunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Haldið þið að ríkisstjórnin ætli að láta tvo lækna og einn löggukarl ákveða framtíð landsins?“

„Haldið þið að ríkisstjórnin ætli að láta tvo lækna og einn löggukarl ákveða framtíð landsins?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slysið í Endurvinnslunni – Líf konunnar í rúst og málinu verður áfrýjað

Slysið í Endurvinnslunni – Líf konunnar í rúst og málinu verður áfrýjað