fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sjálfstæðismenn funduðu um níðinginn í þeirra röðum: „Mögulega þá getað komið í veg fyrir það“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 14. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, steig fram í helgarblaði Fréttablaðsins, og ræddi mál bróður síns, Þorsteins Halldórssonar, en hann er dæmdur barnaníðingur. DV hefur ítrekað fjallað um það mál. Það vekur athygli að Karen upplýsir að Sjálfstæðismenn hafi vitað um brot hans og hafi fundað stíft um málið.

Sjá einnig: Foreldrarnir veiddu barnaníðinginn Þorstein í gildru – Sáu níðinginn fara í kjallarann – „Grunaði strax þegar við sáum manninn í myndavélakerfinu að þetta væri ógeðslegt“ – Myndband

Í viðtalinu segir Karen að eitt kvöld hafi hún fengið heimsókn frá félaga sínum. „Hann biður mig að setjast niður. Þessari stund gleymi ég aldrei. Hann sagði mér frá máli, sem hann vissi að tengdist bróður mínum og varðaði nálgunarbann sem hann átti að hafa fengið á sig vegna kynferðisbrots og að drengurinn væri mjög ungur. Ég gjörsamlega fraus og gat ekki meðtekið hvað sagt var. Ofan á þetta komst ég að því að þetta mál hefði verið rætt innan Sjálfstæðisflokksins í smá tíma og ég upplifði mikil svik, að hafa ekki verið látin vita af þessu fyrr og mögulega þá getað komið í veg fyrir það sem gerðist seinna.“

Sjá einnig: Barnaníðingurinn Þorsteinn sleppur fyrr út

Þorsteinn var síðar handtekinn fyrir að nauðga pilti á gistiheimili. „Eftir þetta tók við ofsalega snúinn tími. Ég þurfti að hafa samband við hina bræður mína sem einfaldlega trúðu þessu ekki. Að lokum fengum við staðfestingu á þessu og þá tók við það verkefni að segja foreldrum okkar og börnunum hans frá,“ segir Karen í viðtalinu.

Hún kvartar undan því að fjölmiðlar hafi tengt Þorstein við Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafði þó verið virkur í flokknum lengi og gegndi formennsku í málfundafélagi flokksins. Eftir að mál hans kom upp fjarlægði flokkurinn nafn hans af vefsíðu sinni. „Ég á tvær dætur og sem foreldri get ég aldrei samþykkt ofbeldi á börnum í hvaða mynd sem það kemur. Ég hef setið í barnavernd og velferðarráði og alltaf látið mig velferð barna varða og barist fyrir réttindum þeirra. Allt í einu var ég tengd brotamanni gegn börnum og umræðan um Sjálfstæðisflokkinn blandaðist alltaf einhverra hluta vegna inn í þetta. Eins og þar væri eitthvert skjól fyrir slíka menn frekar en annars staðar, algerlega firrt umræða en fór mikinn á þessum tíma,“ segir Karen í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“