fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Norsk stúlka fékk líflátshótanir eftir að hún borðaði hestinn sinn – Íslenskir hestamenn borða hrossakjöt með bestu lyst

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. október 2019 18:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrossakjötsát virðist vera misjafnlega viðkvæmt eftir löndum. Löng hefð er fyrir hrossakjötsáti hér á landi og margir veitingastaðir eru með hrossalundir á matseðlinum. Átján ára gömul norsk stúlka hefur fengið yfir sig morðhótanir og henni verið sagt að hún ætti aldrei að fá að halda dýr eftir að hún sagði frá því á Facebook-síðu sinni að hún hefði lagt hestinn sinn sér til munns. Fjallað er um málið í fjölmörgum fjölmiðlum víða um heim, meðal annars á vef Daily Mail.

Pia Olden heitir stúlkan og hún greinir frá því að taka hafi þurft hestinn af lífi árið 2018 vegna sjúkdóms. Eftir það var kjöt af honum geymt í frysti á heimilinu. Fyrir ekki löngu síðan var kjötið af hestinum síðan haft í matinn og lýsti Pia því á Facebook-síðu sinni hvernig hún hafði matreitt hestinn sinn. Færslan vakti gífurlega hörð viðbrögð og hatursskilaboðum rigndi yfir Piu.

Pia bendir á að það sé ekki verra að hún borði hestinn sinn en að hann sé grafinn í jörðu þar sem ormar nærist á holdi hans.

Hrossakjötsveisla í hestmannafélagi

Þess má geta í þessu samhengi að íslenskir hestamenn leggja sér gjarnan hrossakjöt til munns og enginn kippir sér upp við það. Sem dæmi má nefna að hestamannafélagið Hörður boðar til mikillar hrossakjötsveislu þann 9. nóvember næstkomandi. Sjá nánar hér. Ekkert í auglýsingunni bendir þó til þess að veislugestir séu að fara að leggja sér sína eigin hesta til munns. Kannski er það helst það sem fór fyrir brjóstið á höturum hinnar ungu Piu frá Noregi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni