fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
FréttirLeiðari

„Internetbólan sprakk ekki en netglæpabólan er fyrir löngu búin að springa í andlitið á okkur”

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 12. október 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum ekki verið að sinna þessu og ekki horft á þetta nægilega alvarlegum augum. En við höfum áhuga á að breyta því.“ Þetta sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Tilefnið var frétt um lögregluna í Danmörku sem hefur rannsakað 25 mál síðustu fimm ár um kaup á barnaníð í gegnum netið.

Þessi „starfsemi“ virkar þannig að menn sitja við tölvu og óska eftir tilteknu broti á barni. Brotinu er síðan streymt í gegnum netið á sama tíma og það gerist og seldur aðgangur að. Flestir mannanna sem panta brotin búa í Evrópu. Flest börnin sem brotið er á búa í Asíu. Íslenska lögreglan rannsakar nú hvort einhverjir Íslendingar tvinnist inn í þessa ógeðfelldu „starfsemi“.

Það er oft gert grín að því þegar að heimurinn var kynntur fyrir því framandi fyrirbrigði sem internetið var. Efasemdapésarnir voru gríðarlega margir og því fleygt fram í tíma og ótíma að internetið væri alls ekki komið til að vera. Þetta væri bara bóla. Og bólur springa.

En internetið sprakk ekki heldur sprakk út. Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar og hátt í tveir áratugir síðan fólk hætti smátt og smátt að halda því fram að um bólu væri að ræða. Samt virðist vera stjórnvöldum ómögulegt að taka internetið og öllum þeim glæpum sem því fylgir alvarlega, líkt og orð Karls Steinars bera merki um. Karl Steinar auðvitað talar ekki bara fyrir sig persónulega, heldur lögregluna almennt, sem og dómsvaldið.

Það liggur í hlutarins eðli að netglæpir eru erfiðir viðureignar. Á internetinu er að finna alls kyns hyldýpi þar sem myrkraverk grassera. Á internetinu er hægt að fara huldu höfði og fela slóðir sínar listilega vel. Internetið býður upp á fjölmargar flóttaleiðir. Það er hins vegar einnig staðreynd að lögreglan hefur takmarkað vald innan ramma laganna til að bregðast við, rannsaka og refsa fyrir netglæpi, jafnt stóra sem gríðarstóra. Árið 2019.

Það er líkt og yfirvöld hafi stungið höfðinu í sandinn og neitað að horfast í augu við að internetið er komið til að vera. Á meðan hefur hyldýpi hryllingsins orðið dýpra og dýpra – nánast botnlaust. Ég býst við að mörgum hrylli við að hægt sé að panta barnaníð í beinni á netinu. Mér allavega býður við því. En það sem ég hræðist er hve margt annað viðbjóðslegra er hægt að panta með einum smelli og nokkrum blóðugum krónum.

Internetbólan sprakk ekki en netglæpabólan er fyrir löngu búin að springa í andlitið á okkur. Hún skilur eftir sig röð eyðileggingar þar sem saklaus líf eru hrifsuð í burtu með einum smelli. Stjórnvöld verða því að bregðast við og algjör hneisa að það hafi tekið svona langan tíma. Skammarlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tveir tólf ára drengir brenndust á Suðurnesjum eftir að flugeld var grýtt í þá

Tveir tólf ára drengir brenndust á Suðurnesjum eftir að flugeld var grýtt í þá
Fréttir
Í gær

Gleðivakt hjá slökkviliðinu í nótt – Stúlka fæddist á miðjum Hafnarfjarðarvegi

Gleðivakt hjá slökkviliðinu í nótt – Stúlka fæddist á miðjum Hafnarfjarðarvegi
Fréttir
Í gær

Braust inn og kúkaði á gólfið – Gleymdi að það var að renna í baðkarið

Braust inn og kúkaði á gólfið – Gleymdi að það var að renna í baðkarið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar segir frá „kolvitlausum“ viðbrögðum foreldra sinna – „Hvaða helvítis pakk ert þú að umgangast“

Páll Óskar segir frá „kolvitlausum“ viðbrögðum foreldra sinna – „Hvaða helvítis pakk ert þú að umgangast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður Pálsdóttir söngkona látin

Þuríður Pálsdóttir söngkona látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður á Sauðárkróki sakaður um hótanir og stafrænt ofbeldi – „Sturtuvídeó varð það víst. Þið vitið hvar það er“

Maður á Sauðárkróki sakaður um hótanir og stafrænt ofbeldi – „Sturtuvídeó varð það víst. Þið vitið hvar það er“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Síbrotamaður á Akureyri úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um 22 brot

Síbrotamaður á Akureyri úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um 22 brot
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Már segir að nú sé að verða tímabært að líta á COVID sem flensu

Már segir að nú sé að verða tímabært að líta á COVID sem flensu