fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Andri Snær minnist afa síns: Minningargrein um hann í New York Times – Skar upp Andy Warhol og fleiri fræga

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 11. október 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Björn Thorbjarnarson lést í New Jersey þann 4. október síðastliðinn. Björn var einn fremsti skurðlæknir heims á sínu sviði en hann skar upp ýmsa fræga einstaklinga.

New York Times greindi frá andláti Björns í minningargrein um hann í gær en þar er farið yfir feril hans sem skurðlæknir. Björn var afar fær en hann var sérhæfður í að framkvæma skurðaðgerðir í tengslum við lifrina, gallblöðruna og gallrásina. Hann skar til dæmis upp Andy Warhol árið 1987 en Warhol var þá með sýkingu í gallblöðrunni.

Andy Warhol lést skömmu eftir aðgerðina en meðferðin á honum var sögð ófullnægjandi. Fjölmiðlar greindu frá því að um rútínuaðgerð hefði verið að ræða en seinna kom í ljós að veikindi Warhol voru alvarleg. Aðstandendur Warhol kærðu spítalann sem gekk síðan frá málinu með aðstandendunum stuttu eftir að réttarhöldin byrjuðu. Björn var staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt og fleiri sérfræðingar sem rannsökuðu málið voru sammála honum.

Björn framkvæmdi aðgerðir á öðrum þekktum einstaklingum. Þar má nefna þáttastjórnandann Johnny Carson, eðlisfræðinginn J. Robert Oppenheimer og listamanninn Ellsworth Kelly. Auk þess vakti það mikla athygli þegar hann skar upp Shah Íranskeisara árið 1979.

Andri Snær Magnason rithöfundur er barnabarn Björns en hann minnist afa síns á Facebook síðu sinni í gærkvöldi.

„Björn Thorbjarnarson afi er látinn 98 ára gamall. Hann lést í svefni og var andlega hress fram á síðasta dag. Björn var einn fremsti skurðlæknir á heims á sínu sviði og komst í sviðsljós heimsmiðlanna þegar hann skar upp Íranskeisara árið 1979. Hér er minningargrein um hann í New York Times, talsverð umfjöllun um dauða Andy Warhol sem lést eftir aðgerð afa. Fjölmiðlar sögðu þetta hafa verið rútínuaðgerð en rannsóknir leiddu í ljós að veikindi hans voru mun alvarlegri. Það var alltaf ævintýralegt að heimsækja hann í stóra hvíta húsið í New Jersey og þrátt fyrir fjarlægð náði ég að heimsækja hann alloft í seinni tíð. Ég hitti hann fyrir þremur vikum á heimili hans og Margaret Thorbjarnarson eiginkonu hans í New Jersey. Hann var fótfúinn en stálminnugur og við náðum að spjalla um heima og geima í nokkra klukkutíma. Ég náði að sýna honum bókina mína á tölvuskjá, en Björn afi, systir hans og John Thorbjarnarson sonur hans spila stórt hlutverk í henni. Afi lést á útgáfudegi bókarinnar þann 4. október.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis