fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Inga Sæland segir fordóma grassera á Íslandi: „Stundum verð ég sár og hreinlega get ekki orða bundist“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2019 08:46

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Öldrunarfordómar eru orðnir slíkir að jafnvel einstaklingur sem leitar fyrir sér á vinnumarkaði fær ekki viðtal vegna starfsumsóknar sinnar ef kennitalan sýnir hann kominn um eða yfir fimmtugt,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í Morgunblaðinu í dag.

Inga Sæland skrifar þar um málefni aldraðra og bendir á að Íslendingar 65 ára og eldri séu nú 51 þúsund talsins. Eftir 20 ár verði þeir 80 þúsund og eftir 30 ár verði þeir rétt tæplega 100 þúsund. Inga gagnrýnir svo borgarafund sem RÚV hélt á dögunum um málefni eldri borgara.

„Mér mislíkar umræðan um fjölgun aldraðra eins og þeir séu orðin hálfgerð plága á samfélaginu. Þann 1. okt. sl. bauð ríkissjónvarpið upp á svokallaðan Borgarafund um málefni eldri borgara. Ég verð að viðurkenna að mér sárnaði að fulltrúa Flokks fólksins væri ekki boðið að taka þátt í umræðunni,“ segir Inga en þess má geta að einu þingmennirnir sem komu fram voru þeir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

„Að vísu kom það ekki á óvart enda flokka ég það fremur til hátíðarbrigða að RÚV allra landsmanna sjái ástæðu til að vekja athygli á baráttumálum Flokks fólksins með því að gefa okkur kost á hljóðnemanum. Gott dæmi var þegar við unnum málið í Landsrétti í sumar fyrir hönd eldri borgara, þar þótti það ekki nógu stór frétt að ríkið skyldi þurfa að punga út 6 milljörðum króna vegna ólögmætra skerðinga, til að tala við þá sem raunverulega stóðu að málinu.“

Ingu segist hafa sárnað ummæli Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara á borgarafundinum.

„Stundum verð ég sár og hreinlega get ekki orða bundist. Formaður Landssambands eldri borgara Þórunn Sveinbjörnsdóttir sagði blákalt upp í opið geðið á mér og öllum sem voru að horfa á umræddan þátt að það væri enginn að tala um fátækt aldraðra. Ég neita að trúa því að ágætur formaður landssamtakanna hafi ekki orðið vör við baráttu Flokks fólksins gegn fátækt. Sem dæmi hefur Flokkur fólksins fengið skráð 8 þingmannamál á Alþingi nú, sem öll snúa að bættum hag og auknum lífsgæðum aldraðra. Þá eru ekki meðtalin þau mál sem nú eru í skráningarferli hjá þinginu. Einnig vil ég nefna að félags- og barnamálaráðherra er nú að vinna með mál Flokks fólksins um afnám skerðinga vegna launatekna aldraðra. Mun niðurstaða hans liggja fyrir á vorþingi og hljótum við að vera jákvæð og bjartsýn þar sem ráðherrann hefur sjálfur ítrekað það opinberlega að það væri óskiljanlegt kerfi sem væri þannig úr garði gert að það hamlaði atvinnuþátttöku aldraðra. Þannig hljótum við að mega vænta þess í vor að þessar skerðingar heyri sögunni til skömmu síðar.“

Inga segist í grein sinni vera stolt af baráttu Flokks fólksins gegn fátækt á Íslandi.

„Óneitanlega gleddi það mig mjög ef verkin okkar væru viðurkennd fremur en að vera þögguð af þeim sem síst skyldi. Það breytir þó engu um það að við berjumst ótrauð áfram hvort sem RÚV tekur eftir því eða ekki. Hvort sem formaður Landssambands eldri borgara tekur eftir því eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala