fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Öryrki greiddi upp allar skuldir eftir risa vinning frá Happdrætti Háskólans – „Varla búin að átta mig á þessu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er öryrki og allt mitt nánasta fólk hefur farið í gegnum miklar raunir með mér og fjölskyldu minni. Þess vegna ákvað ég að segja þeim sem staðið hafa sem klettar við hlið okkar og gengið í gegnum öll áföllin með okkur frá vinningnum svo þau fengju að upplifa gleðina með okkur,“ segir kona sem fékk 30 milljónir króna í vinning hjá Happdrætti Háskólans í desember. Þetta kemur fram í skeyti frá Happdrætti Háskólans. Þar segir enn fremur:

Hún segir að vinningurinn hafi verið yndisleg jólagjöf. „Þessi vinningur breytir stöðu minni verulega. Nú eru allar fjárhagsáhyggjur foknar út í veður og vind og í staðinn komið öryggi í fjármálin. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég fékk peninginn í hendurnar var að hreinsa upp allar skuldir og svo nokkrum dögum seinna skipti ég út gömlum lúnum heimilistækjum.“

Símtalið frá Happdrætti Háskólans truflaði fjölskylduna sem var á spjalli í eldhúsinu. „Eftir símtalið gat ég ekki haldið því leyndu hvaða fréttir ég hafði fengið því allir störðu á mig. Það er samt gaman að segja frá því að elsta barnið mitt spurði „30 milljónir?“ Það var þá búið að sjá auglýsinguna frá ykkur með vinningnum.“

Konan segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um framhaldið. „Skynsemin þarf að vera í hávegum höfð svo ég lifi við fjárhagslegt öryggi sem lengst. Annars held ég að ég sé varla enn búin að átta mig á þessu fyrir alvöru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu