fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Kennari í MR ögrar Íslensku þjóðfylkingunni – Sumir vilja reka hann: „Held að það kunni enginn að henda mér úr hópnum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 10:48

F.v. Jón Valur Jensson, Guðmundur Þorleifsson formaður ÍÞ og Sverrir Þór. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Sigurðarson, sem kallar sig Sveppi á Twitter, virðist stunda það að ögra Íslensku þjóðfylkingunni innan Facebook-hóps flokksins. Nýjasta atvikið virðist þó hafa gengið endanlega fram af meðlimum hópsins. Í gær deilir Helgi Helgason, formaður flokksins, mynd af þingmanni þýska flokksins AfD sem varð fyrir árás á dögunum. Sverrir Þór skrifar athugasemd við færsluna: „Flott framtak. Meira svona!“

Á Twitter-síðu Sverris deilir hann skjáskotum af þessu og skrifar: „Held að það kunni enginn að henda mér úr hópnum“.

Meðlimum hópsins er þó ekki skemmt yfir þessu og velta fyrir sér hvort hann sé að hvetja til ofbeldis. Helgi skrifar til að mynda: „Virkilega ógeðslegur Sverrir Þór Sigurðarson.“ Hallsteinn Pétur Larsson sér að Sverrir segist á Facebook-síðu sinni kenna í Menntaskólanum í Reykjavík. „Væri ekki nær að kæra þennan ofbeldismann svo hann missi vinnunna? Það er nú ekki alltílagi að kennari á Menntaskóla sé með svona ofbeldishugsanir og hvetja til ofbeldis!!,“ skrifar Hallsteinn. Þess má geta að ÍÞ, sem hefur verið starfrækt um árabil, á Íslandsmetið í fæstum atkvæðum í kosningum.

Jón Valur Jensson, guðfræðingur og bloggari, tekur undir og óttast að Sverrir mismuni MR-ingum sem styðja flokkinn Alternative für Deutschland. „Er þessi Sverrir Þór Sigurðarson í alvöru kennari við MR? Skoðaði hann myndina af afar illa leiknum þingmanninum (með holsár á enni og afar mikla bólgu við vinstra auga), áður en hann lét þessi orð frá sér fara á netið? Ef einhverjir nemendur hans í MR eru hlynntir AfD (Altenativ fuer Deutschland), verður þeim ekki um og ó að hafa þennan mann yfir sér sem kennara? —Aldrei hvatti Snorri Óskarsson til ofbeldis, en þessi kennari gerir það: „Meira svona!“ segir hann hróðugur! Þvílíkt ógeð. Fórnarlambið rétt lifði af árásina! —Verði Sverri Þór þessum ekki veitt tiltal af rektor og hann ekki kallaður fyrir kennarafund og það ögunarbatterí, sem kann að fyrirfinnast í menntamálaráðuneytinu, ef ekki kallaður á teppið hjá Lilju Alfreðsdóttur sjálfri, þá er eitthvað mikið að — fjölmenningarhyggjan augljóslega komin að endimörkum öfga sinna,“ skrifar Jón Valur.

Sverrir Þór virðist hafa litlar áhyggjur af þessu af Twitter-færslu hans að dæma.

Sverrir ítrekar í samtali við DV að þetta hafi verið spaug og engin alvara að baki. „Ég er ekki að hvetja til ofbeldis, ég var að trolla,“ segir Sverrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?

Skýr merki um brotalamir við skipti dánarbúa þeirra sem eiga enga erfingja – 178 milljónir í ríkissjóð á fimm árum en hvar er eftirlitið?