fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Myndband: Sjáðu morðingjann Khaled leiddan út eftir morðið við Hagamel

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli Khaled Cairo fór fram í Landsrétti fyrr í dag en hann var dæmdur í héraðsdómi í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Sanitu Brauna við Hagamel í Vesturbænum í fyrra. Það var þann 21.september síðastliðinn að Sanita Brauna fannst látin í íbúð sinni á Hagamel. Sanita var frá Lettlandi en var búsett hér á landi og hafði atvinnu hér.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Cairo er leiddur út á nærbuxum einum klæða en Fréttablaðið birtir myndbandið. Það hefur ekki áður sést. Khaled Cairo var alblóðugur frá toppi til táar og grínaðist eftir handtöku, að sögn Sveins Magnússonar lækni við aðalmeðferð málsins í fyrra en Sveinn gerði réttarlæknisfræðilega úttekt á Khaled.

Samkvæmt Sveini þá fíflaðist Khaled þegar átti að taka myndir af honum og „og stillti sér upp eins og módel. Þetta var mjög óvenjulegt af því sem maður á að venjast,“ sagði hann við aðalmeðferð í fyrra. Sveinn segir að inn á milli hafi Khaled spurt um afdrif Sanitu en sagði þó að hún ætti ekkert gott skilið þar sem hún „ætti annan vin“.

Samkvæmt dómi í fyrra sló hann Sanitu ítrekað í andlitið og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum og slökkvitæki og hert kröftuglega að hálsi hennar.

Animated GIF - Find & Share on GIPHY

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu