fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Stefán vill flengja Jón Halldór og Fannar: „Þekkingarleysi og athyglissýki“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður til 18 ára, segir réttast að leysa niður um Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson og flengja þá. Ummæli þeirra Jóns Halldórs og Fannars í Körfuboltakvöldi Dominos á Stöð 2 Sport nýverið hafa vakið mikla athygli. Líkt og DV greindi frá fyrr í vikunni þá skapaðist mikill æsingur þegar Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi bað þá um álit sitt á veganúar. Eftir að hafa sagt skoðanir sínar á því sagði Jón Halldór að kulnun í starfi væri leti, þá sagði Fannar hátt:

„Tengdapabbi, mjólkurbílstjóri í 48 ár. Já já! Ég er bara með kulnun í starfi! Þegiði! Andskotans bull! Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir! Þunglyndi? Þú ert bara í tölvunni allt of lengi fíflið þitt!“

Sjá einnig: Æsingur á Stöð 2 Sport:„Kulnun í starfi er leti!“ – „Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir!“

Grænkerar hafa gagnrýnt þá félaga harðlega og hefur Dominos Pizza sagt þetta ekki rétta vettvanginn til að ræða annað en körfubolta.

Sjá einnig: Domino´s svarar fyrir æsinginn á Stöð 2 Sport

Stefán segir í grein á vef Vísis að á þeim 18 árum sem hann hefur starfað í bráðaþjónustu utan spítala hafi átt sér stað mikil vitundarvakning hvað varðar „áfallastreitu, stress, álag í starfi og kulnun, nei afsakið, leti.“ Segir hann þá Jón Halldór og Fannar hafa opinberað vanþekkingu sína, í dag sé það ekkert tiltökumál að leita sér aðstoðar sérfræðinga eftir erfið útköll eða áföll, eitthvað sem áður fyrr var talið merki um aumingjaskap:

„Á þessum tæpu 18 árum mínum í starfi sjúkraflutningamanns í bráðaþjónustu utan spítala hef ég orðið vitni að því þegar menn „krassa“ í starfi og það er ömurlegt að verða vitni að slíku, hvað þá að verða fyrir því,“

segir Stefán. „Yfirleitt er það þannig að viðkomandi, sem fer að finna fyrir kulnun, nei ég meina auðvitað leti, reynir að fela það eins lengi og unnt er. Viðkomandi fer að taka út fleiri og fleiri veikindadaga, verður skapstyggur, fer jafnvel að drekka ótæpilega af áfengi, sefur illa og skapgerðarbrestir fara að koma í ljós.“

Varðandi þá Jón Halldór og Fannar segir Stefán: Það verður sennilega að skrifa þennan kjánaskap í ykkur á þekkingarleysi og athyglissýki og að öllum líkindum keppnisskap.

Kulnun sé dauðans alvara og það væri réttast að flengja þá duglega:

„Eitt skuluð þið þó vita, kulnun er dauðans alvara, en ekki leti. Þið ættuð að vera menn að meiru og biðjast afsökunar á óvönduðu orðfæri, vanþekkingu á málefninu og læra af mistökunum og skammast ykkar, réttast væri að leysa niður um ykkur og flengja duglega, ég er bara svo latur að ég nenni því ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?