fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lárus dæmdur – Fékk dularfull skilaboð í símann um kvöldið: Þegar hún vaknaði biðu „ógeðslegar typpamyndir“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni á fertugsaldri að nafni Lárus.  Hann var dæmdur fyrir að hafa sent typpamyndir og kynferðislegan texta á konu sem átti einskis ills von. Málið er raunar nokkuð furðulegt því hann virðist hafa haldið að konan væri vændiskona, sem hún var ekki. Skilboðin er nokkuð skrautleg og má lesa hér neðst.

Hélt að SMS-in væru grín

Atvikið sem átti sér stað fyrir ríflega þremur árum en þegar konan kærði Lárus þá lýsti hún því fyrir lögreglu að hún hafi fengið skilaboð á ensku um hvað hún tæki á tímann. „Hún hefði í fyrstu haldið að einhver vinkona hennar væri að senda þetta í gríni. Svo hefði komið boð um fjárhæð. Hún hefði hringt í númerið en ekki hefði verið svarað. Henni hefði þótt þetta vera frekar siðlaus skilaboð en hefði ekki hugsað mikið um þetta og farið að sofa. Þegar hún hefði vaknað hefði verið búið að senda henni þrjár „ógeðslegar typpamyndir“. Þá hefði hún strax áttað sig á því að ekki væri um grín að ræða og engin vinkona hennar væri að senda þetta. Hann hefði svo sent meiri texta en hún hefði hætt að svara. Þá hefði hún verið orðin hrædd því hún vissi ekki hver væri að senda þetta,“ segir í dómi.

Lárus neitaði sök við aðalmeðferð og sagði þetta allt misskilning. Hann hafi vissulega sent skilaboðin en þau hafi verið ætluð konu sem hann ætlaði að kaupa tantranudd hjá. Lárus taldi að þegar konan tilkynnti honum að hann væri að senda skilaboð í rangt númer að þá væri vændiskonan einungis að sýna varkárni. „Hann viti ekki hvernig hann hafi ruglað símanúmerum en hann teldi sig hafa fengið símanúmerið á vef tantrasetursins. Hann hafi ekki verið að heita greiðslu fyrir vændi heldur hafi verið um daður að ræða í skilaboðunum. Myndirnar sem hann hafi sent hafi verið af honum sjálfum. Þá greindi hann frá því að hann tæki lyf fyrir nóttina sem yllu því stundum að minni hans yrði gloppótt og hann gerði hluti sem hann myndi alla jafna ekki gera,“ segir í dómi.

Fékk taugaáfall

Konan lýsti því fyrir dómi að hún hafi fengið taugaáfall við að fá skilaboð sem þessi frá manni sem þú þekkti ekkert. „Hún hefði farið í vinnuna en verið í taugaáfalli. Hún hefði haldið að einhver væri að elta hana enda vissi hún ekki hver væri að senda skilaboðin. Hún óttaðist að um einhvern væri að ræða sem vildi vinna henni mein. Hún hefði ekki getað sinnt vinnunni. Fyrst hefði hún farið bakatil á lager en svo hefði hún verið send heim. Hún hefði ekki treyst sér til að fara á heimili sitt eða til að sækja barn sitt í skólann,“ segir í dómi.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að möguleg neysla hans á svefnlyfjum leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Hann var því dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess að greiða 250 þúsund krónur í miskabætur með vöxtum.

Samkvæmt dómi þá sendi Lárus eftirfarandi skilaboð á konuna dagana 22. og 23. september:

Þriðjudaginn 22. september:

  1. Kl. 18:42: „Hi how are you? 😉 how much for one hour?“
  2. Kl. 20:08: „Sex“, í kjölfar skilaboða hennar um við hvað hann ætti.
  3. Kl. 22:27: „Are you sure ;)“, í kjölfar skilaboða hennar um að hann væri að senda í rangt símanúmer.
  4. Kl. 22:30: „I will pay you 50 for one hour!“, en í kjölfar þessara skilaboða sendi A ákærða tvenn skilaboð þar sem hún spurði meðal annars hver hann væri.

Miðvikudaginn 23. september:

  1. Kl. 01:56: „Im a hornu guy with big cock who wants to fuck you!“
  2. Kl. 07:47 sent henni myndskilaboð með mynd af getnaðarlim hans í reisn og hönd haldandi um liminn.
  3. Kl. 07:48 sent henni myndskilaboð með mynd af getnaðarlim hans í reisn og hönd haldandi um liminn.
  4. Kl. 07:48 sent henni myndskilaboð með mynd af getnaðarlim hans í reisn.
  5. Kl. 12:59: „Do u wana please him for 50 one hour? Ill give u 75! Fuck it 100.000!!!“
  6. Kl. 15:27: „?“
  7. Kl. 16:59: „Its a 22,5 cm monster cock baby ;)“
  8. Kl. 16:59: „Do we have a deal? 100? 150?“
  9. Kl. 16:59: „Im a hor guy willing to pay u 150!“ og „*hot“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis