fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Hannes fordæmir ættarnöfn: „Af hverju getur þú ekki verið Íslendingur eins og við hin?“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, gagnrýnir ættarnöfn harðlega í svari sínu við athugasemd Árna Snævarrs, fréttamannsins fyrrverandi, á stöðufærslu þess fyrrnefnda. Í fyrradag gagnrýndi Hannes Gunnar Smára Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, líkt og svo oft áður.

Þar reyndi hann að tengja Gunnar Smára við múslíma. „Er hann þá ekki genginn úr íslenska múslimafélaginu, sem hann gekk í um árið? Eru fleiri í verkalýðsforystunni, sem ætlar að hleypa öllu hér í bál og brand, í múslimafélaginu? Deila þeir skoðunum, sem margir múslimar hafa á réttindum kvenna, samkynhneigðra og annarra þeirra, sem eiga undir högg að sækja?,“ sagði Hannes meðal annars.

Árni skrifar athugasemd þar sem hann segir að Hannes sjálfur sé yfirlýstur stuðningsmaður manna sem viðurkenna hommahatur sinn. „Undarlegast við hatursfull ummæli þín um múslima er að á sama tíma berð þú blak af nýkjörnum Brasilíuforseta og ræðst harkalega á blaðamenn sem kalla hann öfgamann. Þessi ummæli eru höfð eftir honum: „I’m homophobic – and very proud of it.“ Þetta telur þú ekki öfgastefnu en svertir verkalýðsbaráttu á Íslandi með því að GSE hafi verið í félagi múslima og sé því hommahatari. Hommahatur er reyndar stærri hluti af stjórnarstefnu Pútins í Rússlandi, en almennum sjónarmiðum múslima. Þú ert kominn býsna langt frá frjálshyggju Hannes,“ skrifar Árni.

Hannes svarar honum hins vegar í engu og hjólar í ættarnafn Árna. „Af hverju ertu að ganga um reigingslega með ættarnafn í stað þess að kenna þig við föður eða móður eins og venjulegir Íslendingar gera? Þetta er snobb eða fordild, nema hvort tveggja sé. Af hverju getur þú ekki verið Íslendingur eins og við hin? Erum það ekki við, sem greiðum launin þín? Varla er það Evrópusambandið,“ skrifar Hannes.

Árni skýtur nokkuð fast til baka og spyr hvort hann telji það sama eiga við Geir Haarde eða Þór Whitehead: „Nei, ég vinn ekki hjá íslenska ríkinu eina vinnuveitenda sem hefur haft þig í fastri vinnu. Segðu mér hefur þú rætt þetta mál við systur mína? Ég get útvegað þér númerið hjá henni. Hvað með Geir Haarde hefurðu nefnt þetta við hann, Ástríði Thorarensen nú eða Þór Whitehead? Að ekki sé minnst á Matthías Johannessen og Ólaf Thors. Allt sómafólk að mínu mati, en þú telur þetta snobbhænur og fordildarpakk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?