fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Frost á fróni fram yfir helgi

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það heldur áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu í dag en heiðskírt á flestum öðrum stöðum á landinu. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við frosti næstu daga, allt að -10 á höfuðborgarsvæðinu á laugardag. Hæst mun hitinn fara upp í 1 gráðu á morgun, fimmtudag. Samkvæmt Vegagerðinni er hálka og éljagangur eru á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu, annarsstaðar er hálka og snjóþekja á flest öllum vegum.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að hið fegursta vetrarveður sé á snævi þöktu landinu í dag, en él á víð og dreif og frost að 14 stigum inn til landsins.

Dregur úr éljum þegar líður að kvöldi, en gengur í norðankalda og fer að snjóa norðaustanlands. Á morgun kemur nálgast lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, fyrst sunnan- og vestanlands, en síðar einnig fyrir norðan og austan. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, þ.a. blotar við suðurströndina. Hlýindin standa stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri.

Veðurhorfur næstu daga

Á föstudag:
Norðaustan 10-15 m/s, en hægari SV-til á landinu. Víða dálítil él, frost yfirleitt 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Norðan 10-15 og él A-lands. Mun hægari vindur annars staðar og léttskýjað á S- og V-landi. Frost 3 til 12 stig.

Á sunnudag:
Suðlæg átt, þykknar upp og fer að snjóa S- og V-lands seinni partinn, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-lands.

Á mánudag:
Vestlæg átt, víða él og kalt í veðri.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-til á landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu