fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Katrín: „Skiptir máli að starfsmönnum sé sýnd nærgætni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 16:31

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samsett mynd/DV/Gunnlaugur Blöndal. Það skal tekið fram að Seðlabankinn hefur ekki getað upplýst DV um hvaða mynd það er nákvæmlega eftir Gunnlaug sem er í geymslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún sé mikill talsmaður listræns frelsis en það skipti máli á opinberum vinnustöðum að starfsmönnum sé sýnd nærgætni.

Ólafur Ísleifsson, óháður þingmaður, beindi spurningu til forsætisráðherra á Alþingi í dag um nektarmálverk Seðlabankans, sem hafa verið umtöluð í samfélaginu síðustu daga. Í svari sínu segir Katrín:

Ég er mikill talsmaður listræns frelsis og tel að við eigum aldrei að skerða hið listræna frelsi. Það er grundvallarsjónarmið í mínum huga.

Þrátt fyrir að vera hlynnt listrænu frelsi telur Katrín að sama frelsi eigi ekki að gilda um hvar listin sé staðsett. Sé listaverk til sýnis á vinnustað og hafi neikvæð áhrif á líðan starfsmanna þá verði að sýna þeim starfsmönnum nærgætni og tillitssemi.

„Þá finnst mér það vera úrlausnarefni viðkomandi stofnunar, Seðlabankans, að tryggja að listaverk séu til sýnis í þeim rýmum þar sem þau hafa ekki þau áhrif að vera sett í óþægilegt samhengi fyrir viðkomandi starfsmenn.“

Katrín bendir á að í opinberri stofnun eða vinnustað eigi starfsmenn ekki kost á því að forðast rými þar sem stuðandi list er að finna, sjálf sé hún þó með

„Við getum tekið hýpótetísk dæmi um pólitísk skilaboð — ég er með eitt slíkt verk upp á vegg hjá mér. Það stuðar vafalaust einhverja sem þangað koma en það er allt í lagi, þá koma þeir bara ekki aftur heim til mín.“

„En í opinberri stofnun eða á opinberum vinnustað skiptir auðvitað máli að starfsmönnum sé sýnd ákveðin nærgætni.“

Katrín telur óþarfi fyrir Seðlabankann að afhenda listaverkasafn sitt til Listasafns Íslands, enda veiti Seðlabankinn almenningi aðgang að verkunum.

„Þau ætla að hafa verkin til sýnis á Safnanótt þar sem ég verð gestur þeirra, þann 8. febrúar, og geta vafalaust búið vel að því safni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?