fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 06:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Þegar mest var að gera þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir að óvenjulega margir lögreglumenn væru að störfum en mikið annríki á vaktaskiptum lögreglunnar gerði að verkum að dagvaktin varð að vera áfram við störf.

Klukkan 18.37 valt rúta með um 30 manns á Vesturlandsvegi við Kjalarnes. Tuttugu mínútum síðar fauk bifreið með 10 farþegum út af Vesturlandsvegi skammt sunnan við Hvalfjarðarveg. Meiðsli á fólki voru lítil sem engin í báðum óhöppunum. Björgunarsveitir og lögregla voru send á slysstaði.

Klukkan 18.39 lentu tvær bifreiðar í árekstri á Korpúlfsstaðavegi. Báðar bifreiðarnar skemmdust mikið en ökumenn sluppu án teljandi meiðsla. Talið er að önnur bifreiðin hafi verið illa búin til vetraraksturs en mjög slæmt veður var á þessum slóðum þegar áreksturinn varð.

Meðal annarra verkefna lögreglunnar má nefna að um klukkan 19 var bifreið ekið á ljósastaur á Bústaðavegi. Engin meiddist en bifreiðin var óökufær á eftir.

Sex ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Um klukkan fimm í nótt voru þrír erlendir karlmenn handteknir en þeir eru grunaðir um sölu fíkniefna og ólöglega dvöl í landinu.

Tveir karlmenn voru handteknir í nótt grunaðir um þjófnað úr verslunum.

Þetta er aðeins brot af þeim verkefnum sem lögreglan sinnti frá því klukkan 17 í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?