fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hannes sakar Karl um hatursorðræðu: „Aðrir sugu sig á spena skattgreiðenda“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. janúar 2019 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, sakar Karl Th Birgisson, fjölmiðlamann og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, um hatursorðræðu en sá síðarnefndi gagnrýnir Eimreiðarhópinn svokallaða á Facebook-síðu Hannesar.

Umræðan hefst á því að Hannes deilir mynd af Jósef Stalín, leiðtoga Sovétríkjanna um miðja síðustu öld, sem sýnir sífellt færri með honum á mynd, en umræddir menn lentu líklega í hreinsunum Stalíns. Karl skrifar athugasemd og líkir þessari mynd við Eimreiðahópinn, hóp frjálshyggjumanna sem á áttunda áratugnum gaf út tímaritið Eimreiðina og voru tengdir valdatíð Davíðs Oddssonar.

„Minnir svolítið á Eimreiðarhópinn, sem kvarnaðist úr smám saman. Sumir voru dæmdir í fangelsi, aðrir flúðu, í það minnsta einn nennti ekki foringjadýrkuninni lengur, enn aðrir sugu sig á spena skattgreiðenda, en foringinn situr eftir vinafár og rausar um eigið mikilvægi,“ segir Karl.

Myndin sem Hannes deildi.

Heimir Lárusson Fjeldsted virðist efast um Karl sjálfur hafi skrifað þessa athugsemd og það tekur Hannes upp. „Ég vona, að hann Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, geri ráðstafanir til þess, að einhver þöngulhaus, sem stundar hatursorðræðu undir nafni hans hér á Snjáldru, hætti að gera honum þann óleik og fari að skrifa undir eigin nafni. Myndin af Stalín er mynd af manni, sem smám saman tók samherja sína af lífi (eftir pyndingar og hótanir). Og hann lét það ekki nægja, heldur fjarlægði þá af myndum! Orwell sagði einmitt: Sá, sem stjórnar fortíðinni, stjórnar líka framtíðinni. Myndirnar sýna vel ógnina af alræðisríkinu,“ skrifar Hannes.

Hann reynir svo að svara gagnrýni Karls um Eimreiðahópinn. „Myndin af Eimreiðarhópnum sannar einmitt, að ekki var um að ræða einbeitta og harðskeytta valdaklíku, því að menn fóru sínar eigin leiðir og draumar þeirra og vonir rákust stundum á, eins og eðlilegt er í lífinu. Þorsteinn Pálsson hætti til dæmis að sækja þessa meinlausu spjallfundi okkar, þegar hann tapaði fyrir Davíð Oddssyni í formannskjöri 1991. Og dómurinn yfir Baldri Guðlaugssyni var rangur: Hann var dæmdur fyrir annað brot en hann var ákærður fyrir, og hann hafði raunar leitað samþykkis regluvarðar Landsbankans og fjármálaeftirlitsins, áður en hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum. Það er síðan hörð árás á opinbera starfsmenn að gefa í skyn, að þeir séu á spena skattgreiðenda, en leggi ekkert af mörkum, og hefði það einhvern tímann verið kallað atvinnurógur,“ segir Hannes.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?