fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Æsingur á Stöð 2 Sport: „Kulnun í starfi er leti!“ – „Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir!“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. janúar 2019 20:30

Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson. Skjáskot af vef Vísis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ertu eitthvað vankaður í höfðinu,“ spurði Jón Halldór Eðvaldsson körfuboltasérfræðingur Kjartan Atla Kjartansson, þáttastjórnanda Körfuboltakvölds Dominos, þegar sá síðarnefndi spurði hvað sérfræðingunum fyndist um veganúar. Umræðurnar fóru af stað í lokin á Framlengingunni í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport. Þeir Kjartan Atli, Jón Halldór og Fannar Ólafsson voru búnir að fara yfir stöðuna í Dominos-deildinni þegar spurningin um hvað sérfræðingunum finnst um veganúar, mánuð þar sem fólk á ekki að neyta dýraafurða.

Það sást að Fannar vissi ekki hvað á sig stóð veðrið, spurði hann: „Hvað er það?“

Jón Halldór var ekki sáttur: „Ertu eitthvað…? Veistu það… besti vinur minn asnaðist til að aula því út úr sér við konuna sína „eigum við ekki bara að sleppa því að drekka allan bjór bara í janúar?“. Gæinn, hann er bara búinn að vera svona…“ [Jón Halldór hristi hendurnar].

Fannar benti í Kjartan Atla og sagði: „Þetta er sykurfall hjá honum. Ég veit alveg hvernig þetta er, hann er ekki búinn að borða núna í hálfan sólarhring og svona blaður sem er að koma út úr þér núna… Vegan.“

Listaði Fannar upp nokkur atriði: „Núvitund er ekki til. Vegan er blaður og bull skilurðu. Algjört rugl.“ Fannar breytti um rödd og sagði: „Ég ætla ekki að fá mér sósu þar sem að einhver dýraafurð gæti hugsanlega… þeigiði. Guð minn góður.“

Jón Halldór skaut þá inn: „Það er fleira sem við þurfum að taka fyrir hérna. Kulnun!“ Þeir sögðu svo báðir: „Kulnun í starfi er leti!“

Fannar sagði svo í hæðnistón: „Tengdapabbi, mjólkurbílstjóri í 48 ár. Já já! Ég er bara með kulnun í starfi! Þegiði! Andskotans bull! Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir! Þunglyndi? Þú ert bara í tölvunni allt of lengi fíflið þitt!“

Hér má horfa á Framlenginuna. Æsingurinn hefst eftir rúma fimm og hálfa mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband