fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Þrír handteknir í Hafnarfirði eftir líkamsárás

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. janúar 2019 09:20

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og er þó nokkur fjöldi mála skráður í dagbók lögreglu.

Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi voru þrír einstaklingar handteknir í Hafnarfirði vegna líkamsárásar, vopnalagabrots og vörslu fíkniefna. Frekari upplýsingar um málið er ekki að finna í dagbók lögreglu.

Þá handtók lögregla mann upp úr miðnætti í Árbæ sem gerði tilraun til að ræna tösku af manni.

Þá veitti lögregla ökumanni eftirför sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum lögreglu. Þetta var um hálf fjögur leytið í nótt og náðist maðurinn eftir eftirför. Hann var undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Undir morgun var einstaklingur handtekinn vegna líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur og var hann vistaður í fangaklefa.

Auk ofangreindra mála hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum, sem ýmist reyndust ölvaðir undir stýri eða undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik