fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þrír handteknir í Hafnarfirði eftir líkamsárás

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. janúar 2019 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og er þó nokkur fjöldi mála skráður í dagbók lögreglu.

Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi voru þrír einstaklingar handteknir í Hafnarfirði vegna líkamsárásar, vopnalagabrots og vörslu fíkniefna. Frekari upplýsingar um málið er ekki að finna í dagbók lögreglu.

Þá handtók lögregla mann upp úr miðnætti í Árbæ sem gerði tilraun til að ræna tösku af manni.

Þá veitti lögregla ökumanni eftirför sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum lögreglu. Þetta var um hálf fjögur leytið í nótt og náðist maðurinn eftir eftirför. Hann var undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Undir morgun var einstaklingur handtekinn vegna líkamsárásar í miðborg Reykjavíkur og var hann vistaður í fangaklefa.

Auk ofangreindra mála hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum, sem ýmist reyndust ölvaðir undir stýri eða undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?