fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mynd dagsins: Lögreglan á Vestfjörðum varar við hættulegum leik

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. janúar 2019 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum hafði afskipti af unglingum sem léku sér á Pollinum í Skutulsfirði í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni.

Í tilkynningu sem lögreglan birti á Facebook-síðu sinni kemur fram að þar sem Pollurinn er ísilagður þessa dagana sé tilefni til að minna á þá hættu sem getur skapast við leik á hafís.

„Mikilvægt er að foreldrar vari börn og unglinga við því að vera að leik á ótraustum ísnum, það þarf vart að ræða hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér falli þau í gegnum þunnt íslagið.
Verði einhver þó fyrir því óhappi að falla í gegnum ís er gott að hafa í huga þessi ráð sem Miðstöð Slysavarna Barna bendir á,“ segir lögreglan en um er að ræða þessi ráð:

– Snúa þér að bakkanum og halla þér að ísnum.
– Teygja hendurnar uppá ísinn og sparka.
– Ekki standa upp þegar þú kemst uppá á ísinn. Liggðu á ísnum og rúllaðu þér frá gatinu.
– Aðstandendur ættu ekki að hlaupa út á ísinn því þá brotnar hann enn meir og þau detta líka í vatnið.
– Ef sá sem dettur kemst ekki upp úr vatninu án aðstoðar, skal kasta til hans reipi, stöng eða trjágrein og toga hann uppúr.

Ef viðkomandi dettur í vatnið eða sjóinn þegar kalt er í veðri kólnar hann hratt og þarf því tafarlaust að hafa samband við Neyðarlínu og óska eftir aðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“