fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Þórarinn hjólar í Öldu Karen: „Þú ert nóg“ er það snargalnasta sem ég hef heyrt“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 09:32

Þórarinn Þórarinsson og Alda Karen Hjaltalín. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, segir að mantran „ég er nóg“ vera það „snargalnasta sem hann hafi heyrt sem sjálfsvígsvörn“ og sem einstaklingur með þunglyndi viti hann sjálfur að það virki ekki. Hann segir í pistli í Fréttablaðinu í dag að trú fólks á Öldu Karen Hjaltalín sé merki um örvæntingu fólks vegna þess að geðheilbrigðiskerfið hafi ekki undan að sinna þeim.

Alda Karen hefur mikið til umræðu í vikunni í kjölfar viðtals í Íslandi í dag þar sem hún sagði orðrétt:

„Ég komst að því að í fyrra, 2018, var rosalega mikið af sjálfsvígum, hérna á Íslandi. Það var alveg hrikalega mikið og ég var að koma til landsins, held ég tvisvar, þrisvar á síðasta ári og það var alltaf einhver að koma úr jarðarför eða fara í jarðarför þar sem þetta var orsökin. Þetta er stærsti sjúkdómur sem skekur mannkynið og það er hugsunin „ég er ekki nóg“. Það er svo leiðinlegt að þetta er stærsti sjúkdómurinn af því að lausnin við þessu er svo einföld, það er bara setningin „þú ert nóg“. Þannig að þessi viðburður er settur upp til heiðurs þeirra sem héldu að þeir væru ekki nóg. Ég vil bara breiða út þennan boðskap eins mikið og ég get.“

Sjá einnig: Alda Karen fordæmd fyrir að gera lítið úr sjálfsvígum

Alda Karen var harðlega gagnrýnd af fagaðilum. Í viðtali í Kastljósi daginn eftir sagðist hún miðla öllum sem ættu alvarleg vandamál að stríða til fagaðila, ásamt því að vera í samstarfi við Pieta-samtökin, sem berjast gegn sjálfsvígum. Það sem hún byði upp á væru svokallaðir „lífslyklar“.

Þórarinn segir að hann hafi örugglega gælt oftar við sjálfsvígshugsanir en „unga konan, markaðssnillingurinn, sem ætlar að hrista nýfundna lífslyklakippuna sína framan í fólk í Höllinni í dag.“

Hann kallar Öldu Karen „lyklakonuna“ sem sé kannski vel meinandi: „Breytir því ekki að ég veit að lyklarnir hennar ganga ekki að einu einasta andlega skráargati.“

Þórarinn segir svo: „„Þú ert nóg“ er það snargalnasta sem ég hef heyrt sem sjálfsvígsforvörn og ég hef verið talaður ofan af því að farga mér með nokkrum orðum. Þau höfðu að vísu einhverja merkingu og tengingu við líðan mína og það sem ég var að hugsa. Þessi himinhrópandi heimska hefði ýtt mér fram af brúninni ef eitthvað er.“

Hann segir að samfélagið ætti þó að líta sér nær en að „æla fordæmingum yfir séníið með fölsku lyklana.“: „Trú sinni markaðsköllun er hún í raun bara að reyna að fylla ginnungagap geðheilbrigðiskerfisins okkar með kúadellu.“

Það sé ekkert skrítið að fólk fjölmenni til hennar þegar kerfið sinni fólki í bráðum sálarháska helst einungis á skrifstofutíma og alvarlega veikt fólk eigi ekki í önnur hús að vernda en fangageymslur. Því skal þó haldið til haga að einstaklingar í sjálfsvígshugleiðingum geta alltaf leitað á bráðamóttöku. Þórarinn segir að lokum: „Er „þú ert nóg“ ruglið eitthvað sérstaklega á skjön í samfélagi sem finnst sjálfsagt og eðlilegt að meðhöndlun fíkla og geðsjúkra sé frekar í höndum kuklara, sjálfstæðra halelúja-samtaka og fíkla í bata, sem vopnaðir eru úreltum sjálfshjálparskruddum, frekar en hjá sálfræðingum og geðlæknum sem nú garga sem hæst á lyklasmiðinn unga?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“