fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Meirihlutinn kallar eftir tölvupóstum Hrólfs og Ólafs – Staðfest að tölvupóstum hafi verið eytt

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 02:15

Hrólfur Jónsson var lykilmaður í svokölluðu Braggamáli og viðurkenndi að bera ábyrgð á því máli. Hann hefur fullyrt að Dagur B. Eggertsson hafi ekki haft neina vitneskju um málið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur ásamt öllum oddvitum meirihlutans kallað eftir frekari upplýsingum frá Innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar vegna tölvupósta sem vantaði í úthólfi hjá Hrólfi Jónssyni, fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, og í úthólf og innhólf hjá Ólafi I. Halldórssyni, fyrrverandi verkefnastjóra hjá sömu skrifstofu. Hefur Innri endurskoðandi staðfest að tölvupóstum hafi verið eytt úr úthólfum þeirra.

Innri endurskoðandi benti á í skýrslu sinni að lítil sem engin gögn væru til um málið þar sem póstum hefði verið eytt og að lítið sem ekkert af gögnum hafi verið vistað í skjalasafn borgarinnar vegna framkvæmda í kringum braggann. Dóra Björt tjáði sig um málið á Facebook og segir meðal annars að hún ásamt oddvitum meirihlutans hafi beðið Innri endurskoðanda borgarinnar að halda utan um endurheimtingu tölvupóstanna. Innri endurskoðandi sé nú þegar byrjaður að skoða möguleikana og muni hann skila niðurstöðu eins fljótt og hægt sé.

Píratar munu vera með fund um niðurstöðu Innri endurskoðanda í félagsheimili sínu að Síðumúla 23. Hefst fundurinn klukkan 18:00 og stendur til 20:00.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Dóru Bjartar í heild.

Undanfarna daga höfum við í borgarstjórnarflokki Pírata verið að afla upplýsinga frá Innri endurskoðun um hvernig tölvupóstamálum hefur verið háttað í kringum braggamálið. Við vildum fá frekari upplýsingar um hvort mögulega væri búið að eyða tölvupóstum tengdum málinu, þó það komi ekki skýrt fram í skýrslunni, og hvort við gætum gert eitthvað til að endurheimta þá ef svo væri.

Í dag barst tölvupóstur frá Innri endurskoðanda þess efnis að í úthólf fyrrverandi skrifstofustjóra og úthólf og innhólf verkefnastjórans hafi vantað tölvupósta frá fyrri hluta verktímabilsins.

Það gæti hafa verið hluti af eðlilegri tiltekt vegna takmarkaðrar stærðar pósthólfanna, en óháð því vil ég í ljósi nýrra upplýsinga gera það sem ég get til þess að þessir tölvupóstar verði endurheimtir sé það mögulegt.

Af þessu tilefni sendu oddvitar meirihlutans sameiginlegan tölvupóst til Innri endurskoðanda og báðu hann um að halda utan um endurheimtingu tölvupóstanna. Innri endurskoðandi hefur hafist handa við vinnu við að skoða möguleikana og mun skila niðurstöðu eins fljótt og hægt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“

Harðar fjölskyldudeilur milli Brynjars og Gústafs: „Eigið eftir að fá eftirminnilega á lúðurinn“
Fréttir
Í gær

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísólfur bendir á gallað heilbrigðiskerfi: „Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“

Ísólfur bendir á gallað heilbrigðiskerfi: „Fyrir alla muni frestið þriðja orkupakkanum“