fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Jóna Hrönn gráti næst eftir Kastljósið: „Ég vona að einhver sem elskar hana skilyrðislaust hafi tekið hana í faðminn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðaprestakalli, segist hafa verið gráti næst eftir að hún horfði á Kastljós í gær en þar mætti Alda Karen Hjaltalín Hafrúnu Kristjánsdóttur. Jóna Hrönn virðist vera á því máli að boðskapur Öldu Karenar sé af hinu góða. Þetta segir hún í Facebook-færslu sem hefur vakið athygli.

„Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri ,, þú ert nóg.“ Ég var gráti næst þegar þættinum lauk og ég vona að einhver sem elskar hana skilyrðislaust hafi tekið hana í faðminn og sagt henni að hún væri svo sannarlega nóg. Ég hef í mörg ár mætt fólki í sálgæslu sem vill ekki lifa lengur og ég hef líka átt mörg samtölin við ástvini sem hafa misst í sjálfsvígum,“ segir Jóna Hrönn.

Óheilbrigð samanburðamenning

Hún að margt ungt fólk eigi erfitt uppdráttar í dag. „Þessi veruleiki er svo flókin og sár og úrvinnslan þyrnum stráð. Við vitum það öll að þetta verður ekki leyst með einni setningu. En horfum aftur á þessa ungu konu, hún er fulltrúi kynslóðar sem fær endalaust þau skilaboð að þau séu ekki nóg, kynslóð sem lifir í samkeppnissamfélagi þar sem menn sækjast eftir árangri og gróða. Hún lifir líka á tímum þar sem fjöldinn allur af ungu fólki reiknar ekki með því að þeirra sé vænst eða neinn bíði eftir því að þau láti um sig muna. Fjöldinn allur af ungu fólki gefst upp í námi af því að það er eitthvað í skólakerfinu sem hentar ekki þessari kynslóð og þau flosna úr námi með þá tilfinningu að þau passa ekki inn og eru ekki nóg,“ segir presturinn.

Jóna Hrönn segist sjá að margir unglingar upplifi sig ekki sem „nóg“. „Hún lifir á tímum samfélagsmiðla sem er bara alls ekki hluti af mínum veruleika og ég eignaðist ekki iphone fyrr en á þessum jólum og mér er hreinlega ekki að takast að læra á Instagram og ég veit ekki einu sinni hvað Twitter er. En ég veit af samtölum mínum við ungt fólk að þar er að finna óheilbrigða samanburðamenningu sem skilur ungt fólk oft eftir í vanlíðan. Jafnvel vanlíðan sem getur leitt til þeirrar hugsunar að fólki langar ekki að lifa, en finnur þörf til að deyfa sig í það minnsta. Ein af frumþörfum okkar er að hafa tilgang með lífinu sínu og ef sú þörf fær ekki næringu er voðinn vís og við þurfum að hjálpa unga fólkinu okkar að leita og finna,“ segir Jóna Hrönn.

Notar sjálf „þú ert nóg“

Hún segist sjálf hafa oft notað nú fræga setningu Öldu Karenar. „Og í samtölum mínum við ungt fólk sem finnur ekki tilganginn, nota ég oft þessa setningu, þú ert nóg-þú ert frábær……svo heldur samtalið áfram í leitinni miklu og ég vona að ég geti gefið einhverja vegvísa því leiðina þarf manneskjan að fara sjálf. Þarna er ung kona sem er gefið þetta extra, hún hefur fengið karisma í guðsgjöf og hún er heillandi. Hún er manneskja sem gæti einmitt verið afar mikilvæg í forvarnastarfi gagnvart þeim sem finna ekki tilgang lífsins,“ segir Jóna Hrönn.

Hún segist ætla að fylgjast betur með Öldu Karen í framtíðinni. „Við megum ekki þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Við skulum umvefja hana og leiðbeina henni af því að hún nær til kynslóðar sem í mínum huga er hrjáð á margan og í ákveðinni hættu. Ég ætla að fylgjast með þessar stúlku því henni er mikið gefið og ég veit að ef hún verður ekki þögguð þá á hún eftir að læra margt og verða enn þá öflugri. Ég ætla líka að setja mér það markmið á nýju ári að hlusta betur á þessa kynslóð og reyna að skilja betur,“ segir Jóna Hrönn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar