fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Pétur slátrar hugmyndum Öldu Karenar: „Forheimskun, lágkúra og siðleysi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og fyrrverandi formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir að Alda Karen Hjaltalín hafi ekki hundsvit á því hvernig megi fækka sjálfsvígum á Íslandi. Hann hjólar í hana í stöðufærslu á Facebook sem og fjölmiðla sem birta hugmyndir hennar gagnrýnislaust. Alda Karen mun hún halda sjálfshjálparnámskeið í Laugardalshöllinni á föstudaginn.

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag þá telur Alda Karen að lausnin við sjálfsvígsvandanum sé setningin „þú ert nóg“. „Þetta er stærsti sjúkdómur sem skekur mannkynið og það er hugsunin „ég er ekki nóg“. Það er svo leiðinlegt að þetta er stærsti sjúkdómurinn af því að lausnin við þessu er svo einföld, það er bara setningin „þú ert nóg“,“ sagði Alda Karen í Íslandi í dag í gær.

Sjá einnig: Alda Karen fordæmd fyrir að gera lítið úr sjálfsvígum: „Langaði að gráta úr reiði þegar ég sá þetta“

Pétur segir hana ekkert vita um þessi mál. „Þessi hefur fallið fyrir sinni eigin sölumennsku: Hún heldur að hún sé „nóg“ – hafi nóg til að bera til þess að leysa sjálfsvígskreppu, greina persónuleika stjórnmálamanna úr fjarlægð, búa til líkamsrækt fyrir heilann í fólki ásamt mörgu öðru. Hún hefur ekki hundsvit á sjálfsvígsháskanum, veit ekkert hvað persónuleiki er og því síður hvað heili er. En þetta er bráðsnjallt – eitursnjallt. Hún fyllir Eldborg og mun fylla Laugardalshöllina af fólki sem hundleiðist og langar í „nýjar“ hugmyndir – helst á „mannamáli“ auðvitað. Hinum íslensku millistéttarfíflum sem þurfa alltaf að lifa í einhverrri sjálfsblekkingu eða lygi,“ segir Pétur.

Hann segir það svo siðleysi ef fjölmiðlar gagnrýni ekki hugmyndir Öldu Karenar. „Og með hjálp bjálfanna á fjölmiðlunum er hún í sviðsljósinu. Yfirleitt eru svona lukkuriddarar og loddarar ekki í fréttum í siðmenntuðum löndum. En þeir eru það hér – í forheimskunarlandinu eins og Þórbergur kallaði Ísland. Það má flytja frétt af þessu sem undarlegri vitleysu sem veður uppi á Íslandi – dæmi um þorsta þjóðarinnar eftir nýmeti í svartasta skammdeginu. En að flytja af þessu fréttir sem eru ekki annað en gagnrýnislausar auglýsingar – það er forheimskun, lágkúra og (a.m.k. þegar sjálfsvígskreppa á í hlut) siðleysi,“ segir Pétur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“