fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Alda Karen fordæmd fyrir að gera lítið úr sjálfsvígum: „Langaði að gráta úr reiði þegar ég sá þetta“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alda Karen Hjaltalín, sem hefur vakið athygli undanfarið sem fyrirlesari, er fordæmd af mörgum fyrir meinta lausn hennar við fjölgun sjálfsvíga á Íslandi. Hún gekk svo langt í gær í viðtali við Ísland í dag að segja að ástæða endurkomu hennar væri að leysa sjálfsvígsvandamálið.

„Ég komst að því að í fyrra, 2018, var rosalega mikið af sjálfsvígum, hérna á Íslandi. Það var alveg hrikalega mikið og ég var að koma til landsins, held ég tvisvar, þrisvar á síðasta ári og það var alltaf einhver að koma úr jarðarför eða fara í jarðarför þar sem þetta var orsökin. Þetta er stærsti sjúkdómur sem skekur mannkynið og það er hugsunin „ég er ekki nóg“. Það er svo leiðinlegt að þetta er stærsti sjúkdómurinn af því að lausnin við þessu er svo einföld, það er bara setningin „þú ert nóg“. Þannig að þessi viðburður er settur upp til heiðurs þeirra sem héldu að þeir væru ekki nóg. Ég vil bara breiða út þennan boðskap eins mikið og ég get,“ sagði Alda Karen í viðtalinu á Stöð 2 í gær.

Líkt og kemur fram í viðtalinu þá mun hún halda sjálfshjálparnámskeið í Laugardalshöllinni á föstudaginn. Miðaverð er tæplega 13 þúsund krónur. „Alda svarar öllum þeim spurningum um lífið og heilann sem hún hefur fengið svör við í gegnum tíðina ásamt því að tala við Guðna Gunnarsson lífsráðgjafa og Sigríði A. Pálmarsdóttir hjúkrunarfræðing og dáleiðara um sjálfsdáleiðslu og mátt athyglinnar,“ segir í lýsingu viðburðarins.

Sjá einnig: Alda Karen höfð að háði og spotti fyrir furðuleg ráð

Áður hefur Alda Karen hvatt fólk til að kyssa peninga og varð það einn helsti brandari Íslendinga á Twitter um tíma. Nú er fólki þó ekki hlátur í huga. Ingvi Þór Sæmundsson ‏íþróttafréttamaður skýtur fast á þennan boðskap Öldu Karenar á Twitter.

Karitas Harpa Davíðsdóttir, útvarpskona og söngkona, stígur nokkuð varlega til jarðar en gagnrýnir þó þennan boðskap.

Atli Jasonarson segir að ráð hennar sé gersamlega sturlað og vísar í upplifun sína.

Sigga Lena nokkur segist langa að gráta úr reiði yfir því hvernig Alda Karen geri lítið úr andlegum veikindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti

Íslensk nýnasistasamtök með grófan áróður á Facebook – Spyrja hvað sé að því að vera nasisti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meig úti á umferðargötu

Meig úti á umferðargötu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar fordæmir orðið „þungunarrof“ – „Þetta er alveg svakalega ógeðfellt og fyrirlitlegt innlegg“

Jón Viðar fordæmir orðið „þungunarrof“ – „Þetta er alveg svakalega ógeðfellt og fyrirlitlegt innlegg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“

Margrét reiddist heiftarlega við prestana – „Ég varð svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“

Ástþór Magnússon ósáttur við aðgerðarleysi lögreglu – „Merkilegt að lögreglan stuðli að svona glæpastarfsemi“