fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íslendingum heitt í hamsi yfir klukkunni: „Svona væll er tilkominn vegna landlægrar leti“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. janúar 2019 10:00

Eigum við að seinka klukkunni eða ei?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillögur forsætisráðuneytisins um að breyta klukkunni hafa fljótt orðið mikið hitamál meðal Íslendinga. Til marks um það er fjöldi umsagna á samráðgátt stjórnvalda nú ríflega 500 talsins, sem er talsvert meira en gengur og gerist. Stjórnvöld stinga upp á þremur valskostum: Óbreytt staða, klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna.

Langflestar þess umsagna eru málefnalegar en DV hefur tekið saman nokkrar umsagnir sem skera sig úr hópnum. Einn maður óttast til að mynda að íslenskt samfélag færist nær því bandaríska ef klukkunni yrði breytt meðan annar vill útrýma öllum tímabeltum.

Andrés vill prófa allt

Ég fagna þessum tillögum. Ég vil benda á að í USA og víðar er kosið almennum kosningum um hvernig menn vilji hafa klukkuna. Mér finnst rétt að prófa þessi 3 úrræði (búið að prófa úrræði 1), fólk fær reynsuna í eitt ár og síðan verður kosið bindandi kosningu um hvernig menn vilji hafa klukkuna. Kosningarnar verði samtímis öðrum kosningum, Alþingis, forseta eða sveitarstjórnarkosningum.

Steinþór vill einn tíma á allri jörðinni

1. Ef lesinn er úrdrátturinn af Nóbelsverðlaunarigerðinni sem þetta er réttlætt með, þá kemur í ljós að flugurnar þar kunna ekki á klukku en skynja morgunn, miðjan dag og kvöld en ekki tímann sem er. Skiptir þær sem sagt ekki hvort hádegi sé kl. 1, 2 eða 3. Ritgerðin talar um 9, 12 og 15.

2. Ísland spannar tvö tímabelti, sem ætti þá að gera það að það séu tvær klukkur, austurklukka og vesturklukka.

3. Ef það ætti að miðast við Reykjavík þá er hádegi hér kl. 13:30

4. Það eru þegar 38 tímabelti en „ættu“ að vera 24!

5. Ég gæti bent á ýmsar greinar sem t.d. Þorsteinn Sæmundsson hefur skrifað um klukkuna í ýmsum ritum þar á meðal Almanak Háskóla Íslands.

6. Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi þingmaður hefur sex sinnum reynt að koma á sumartíma á sama tíma og flest ríkin sem eru með sumartíma eru að reyna að losna við hann.

7. Svona breyting mun taka áratugi að fara í gegn og kosta ómælda vinnu og peninga.

8. Nú þegar á síðustu öld er a.m.k. þrisvar sinnum búið að rugla með klukkuna og sumartíma. Fram og til baka.

9. Ef þetta yrði gert væru allar tölvur vitlausar næstu áratugi, t.d. enn halda Microsoft að það sé svæðisnúmer á símanúmerum á Íslandi!

10. Það væri viturlegra að taka upp UTC í öllum löndum, þ.e. einn tíma á jörðinni allri. Vegna þess að skiptir okkur ákkurat engu máli hvort klukkan sé 12 á hádegi eða 13:30, hvað þá flugurnar, sem sést best á því að við höfum haft þessa klukku svona frá því henni var síðast breytt.

11. Hver er tilgangurinn og er hægt að leysa það með öðrum hætti?

Tryggvi vill ekki að Ísland verði eins og Bandaríkin

Ég er barnalæknir með mikinn áhuga á að auka svefn barna og unglinga sem er samfélagsmein. Af tvennu hefði ég samt áhyggjur við að færa klukkuna um klukkustund. Annað er frjáls leikur barna. Hann er nú þegar í harðri samkeppni um tíma barna við skjátengda afþreyingu og ég myndi óttast að við það að fjölga dimmum stundum eftir skóla og vinnu foreldra myndi leikurinn minnka. enn frekar Eins sameiginleg útivera fjölskyldunnar.

Hitt er að við það að færast nær Bandaríkjunum í tíma myndum við eiga það á hættu sem samfélag að færast nær þeirra samfélagsmynstri. Það er valkostur sem hugnast mér ekki. Frekar myndi ég vilja færast nær samfélagsmynstri evrópuþjóða.

Myndi því kjósa að halda klukkunni óbreyttri, valkostur A, ef mér gæfist kostur á að kjósa.

Eðvarð er dramatískur

Algerlega hlynntur leið : B. Ég hef þráð þessa breytingu frá því ég var táningur, og þrái enn, ég er að verða 59 ára og er ekki bjartsýnn á að ég lifi nógu lengi til að upplifa þessa breytingu, ekki frekar en ég eigi eftir að aka teigskógaleið, enda öll stjörnsýsla í þessu landi stöðugt að þyngjast.

Ævar segir leti landlæga og efast um „lífklukku“

Ég tel það mikla afturför, ef breyta á klukkunni þannig að henni verði seinkað. Ef fólk heldur, að „lífsklukkan“ rétti sig af og allt þjóðfélagið lagist, held ég að það sama fólk ætti að finna segularbönd forfeðra sinna og vita hvort það jafni sig ekki. mikið hefur verið talað um birtutíma v. unglinga á leið í skólann. Ég man ekki betur en unglingar væru jafn syfjaðir á minum skólaárum, og gilti þá engu hvað klukkan var, en á þeim tíma var stundað tímaflakk eins enn er gert víða. Danir breyta klukkunni, en greiða unglingunum stórfé, til að vakna og mæta í skólann, er engin „lífsklukka“ í Danmörku? Hvað með sjómenn, verksmiðjufólk, flugmenn og flugliða? Er þetta fólk ekki að standa sig sæmilega? Svona væll er tilkominn vegna landlægrar leti og sjálfsvorkunnar við að koma sér úr bælinu. Skemmtilegt eða hitt þó heldur að fara með börnin í tónlistartíma og aðra tómstund á kvöldin, og láta þau svo labba heim í myrkri, af því að einhverjir „lífsklukkufræðingar“ sluppu í fjölmiðla og vantar eitthvað að gera. Farið fyrr að sofa, slökkvið á „Rádernum“ kl. 10 og þá sofna unglingarnir 🙂

Jóhannes vill ekki vera þræll klukkunar

  1. Almennt talað þá tel ég að líkamsklukka einstaklinga sé ólík. Í öðru lagi þá er ég á móti forræðishyggju og „fræðslu“ fyrir fullorðið fólk. Þess vegna vel ég ekki A.
  2. Að seinka klukkunni um 1 klst til að unglingarnir okkar fái meiri svefn eru ekki nægileg rök í mínum huga. Lausnin á því vandamáli er að fara fyrr að sofa. Þarna kemur mismunandi líkamsklukka líka inní. Á Íslandi er skammdegið ekki þrúgandi fyrir meirihluta Íslendinga. Þar spila aðrir þættir stærra hlutverk eins og meðfætt þunglyndi. Að seinka klukkunni til að leiðrétta fyrir rangri hnattstöðu eru gild rök en breyta engu fyrir lýðheilsuna. Hringl með tímann er ekki nauðsynlegt. Get ekki valið B.
  3. Með útilokunaraðferðinni er C eini rétti valkosturinn. Ég vel C.

En svo er líka hægt að hætta að vera þræll klukkunnar. Hefur það ekki hvarflað að neinu af þessu góða fólki sem yfir okkur vakir!

Ásgeir þarf nýtt úr

Úrið mitt bilaði fyrir nokkru og ætlaði ég að notast bara við líkamsklukkuna, en komst að því að hún er mjög ónákvæm eða bara ekki til. Sennilega falsvísindi að þessi klukka sé til eða svo nákvæm að hún geti sagt mér hvort liðin sé ein klukkustund eða tvær. Ef ekki tekst að sefa þessa móðursýki sem farin er af stað um að breyta klukkunni legg ég til að samið verði um þetta í kjarasamningum þannig að vinnutími í nóvember til febrúar verði styttur um eina klukkustund að morgni. Þá fá allir sitt og ég ætla að fá mér nýtt úr.

Skúli hugsar til Íslendinga í útlöndum

Hættið að eyða almanna fé í þessa vitleysu. Höfum sama tíma og engar breytingar. Hvernig lifa Íslendingar þegar þeir fara á önnur tímabelti?

Önundur er vanafastur

Mér er nokk sama hvað klukkan er, myrkrið hefur aldrei truflað mig. Mundi halda áfram að fara í rúmið klukkan 21:30 lesa þar til klukkan slær 23:00, breiði þá yfir mig og sofna.

Hlutlaus.

Guðmundur vill flækja málin

Ágæti forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir,

Það eru fleiri möguleikar en þrír þegar kemur að staðartíma á Íslandi.

Til dæmis að flýta klukkunni um einn tíma á sumrin. Þannig að við vöknum klukkutíma fyrr en við gerum í dag, sólin er löngu komin á loft og við höfum sólina lengur fram eftir kvöldi ( þeir sem eru að vinna allan daginn njóta sólar klukkutíma lengur með fjölskyldu og vinum ).

Á veturna væri síðan hægt að seinka klukkunni um tvo tíma ( miðað við að hafa flýtt klukkunni um einn tíma ) og slá tvær flugur í einu höggi sem sagt tillögu B og C.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“

Bjóða heimilislausum í páskamat á annan í páskum: „Það hafa margir góðir komið að þessu verkefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“

Frábær saga af Guðna forseta: „Sumt í lífinu er of fallegt til að deila því ekki“