fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ágreiningur um ágæti Sleeep eyrnatappa

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 17:00

Sleeep-eyrnatappinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir notendur samfélagsmiðla hafa tekið eftir auglýsingum frá Flare Audio þar sem auglýstir eru Sleeep eyrnatappar úr málmi sem eiga að leysa öll vandamál tengd truflunum í svefni. Eyrnatapparnir sem um ræðir eru seldir í tveimur gerðum, annars vegar úr áli og hins vegar úr títani. Verðið er á bilinu 4.500 til 7.500 krónur. Vefsíða Flare er einnig fáguð og vöruverð í íslenskum krónum.

Margir Íslendingar hafa tekið eftir samfélagsmiðlaherferð fyrirtækisins. Skjáskot af Facebook.

Ljóst er að háum fjárhæðum hefur verið eytt til að koma skilaboðunum áleiðis til Íslendinga og það virðist vera að borga sig. Hundruð Íslendinga hafa sett „like“ á færslur fyrirtækisins og tugir deilt henni áfram.

Tapparnir eru einnig til sölu á vef Amazon, þar fá þeir vægast sagt slæma dóma frá langflestum notendum. Sem dæmi segir einn sem keypti: „Fullkomin sóun á peningum! Ég var að vonast eftir einhverju betra en þessum venjulegu eyrnatöppum en ég gerði stór mistök. Þeir stoppa engan hávaða! Venjulegir eyrnatappar gera miklu meira. Það voru stór mistök að kaupa þá án þess að athuga hvað aðrir hafa sagt um þá.“ Fjölmargir notendur taka í sama streng, þar á meðal einn sem segir: „Þetta er einfalt, þeir virka ekki.“

Það eru þó ekki allir sammála því. Eyrnatöppunum fylgja leiðbeiningar þar sem farið er í gegnum hvernig á nákvæmlega að setja þá í. Einn notandi segir að það hafi þurft tíma til að venjast þeim. „Ég prófaði þá nokkrum sinnum og fannst ekkert varið í þá þangað til ég náði þeim alveg réttum. Þeir eru ekki mjög þægilegir en hvernig þeir ná að kæfa hávaða bætir upp fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu