fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Stjörnu-Sævar vill aðför gegn einkabílnum: „Það er minn eigin veruleiki og ég gjörsamlega hata það“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 21:00

Sævar Helgi Bragason. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Helgi Bragason, iðulega kallaður Stjörnu-Sævar, segir kominn tími á aðför gegn einkabílnum. Þetta segir hann á Twitter og deilir frétt Vísis um gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla en þar varð slys í í gær þegar bíl var ekið á þrettán ára stúlku.

„Sorrí en það er bara löngu kominn tími á almennilega aðför gegn hinum dýra, plássfreka, hraðskreiða, þunga, mengandi, heilsuspillandi og hættulega einkabíl. Já, ég á bíl og já, ég er miklu meira en til í að vera neyddur til að keyra minna,“ segir Sævar en nýverið barðist hann gegn flugeldum.

Benedikt Jón nokkur svarar honum og segir: „Nei, á meðan við höfum ekki betri leið til að flytja fólk og vörur þá veðrum við að nota bíla. Lífsgæði fólks myndi stórminnka ef ekki nyti fjölskyldubílsins og vöruverð myndi snarhækka ef ekki væri hægt að koma vörum auðveldlega á milli staða. Lausnir í stað banna takk.“

Sævar svarar og segist ekki vilja banna bílinn. „Á nú ekki við og vil alls ekki banna bíla, en það má alveg þrengja meira að þeim svo fólk geti einmitt stóraukið lífshamingju sína með meiri hreyfingu sem skilar bættum svefni, minni hávaða, minni mengun, meiri líkamlegri áreynslu og meira öryggi,“ segir Sævar.

Hann bætir því svo við að vandinn snúist mögulega um hvernig samfélag Íslendingar hafa byggt:

„Gæti hugsanlega verið að vandinn sé líka fólginn í því hvernig samfélag við höfum byggt upp, þar sem fólk býr í úthverfum langt frá vinnu og bíllinn sé þess vegna (því miður, finnst mér) alltof mikið þarfaþing hjá flestum? Það er minn eigin veruleiki og ég gjörsamlega hata það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu