fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sigurlaug er svaðalega reið: Katrín, Sigurður og Bjarni skammist ykkar – „Undrast nokkur að ég sé reið?“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er reið, al­veg svaðal­ega reið, en sem bet­ur fer gríp ég bara til „penn­ans“ en ekki hnef­ans,“ segir Sig­ur­laug Guðrún I Gísla­dótt­ir í grein sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag. Hún er fjögurra barna móðir, þar af á hún þrjá syni sem eru lögblindir og því „dæmd­ir til ævi­langr­ar fá­tækt­ar og eru í raun all­ar bjarg­ir bannaðar.“ Eiginmaður hennar, sem hefur stritað alla ævi, slasaðist í vinnunni og fékk krabbamein í ofanálag. Hún segir:

Ég á fjögur börn, þar af þrjá stráka sem allir eru fæddir lögblindir og tilheyra því þeim hópi sem kallast öryrkjar. Þeir eru dæmdir til ævilangrar fátæktar og eru í raun allar bjargir bannaðar.

Þau hjónin héldu að þar sem hann hefði greitt í lífeyrissjóð alla ævi þá myndi þetta sleppa fjárhagslega, fengu þau 1,1 milljón króna frá lífeyrissjóðnum. „Næsta ár brá okk­ur held­ur bet­ur í brún því Trygg­inga­stofn­un krafði bónd­ann um rúm­ar 900.000 kr. vegna of­greiðslu ör­orku­bóta. Það var vegna þess að hann hafði svo mikl­ar tekj­ur,“ segir Sigurlaug og bætir við:

En þetta tók Tryggingastofnun nánast allt aftur til sín. Hin svokallaða eign í lífeyrissjóði skilaði því í raun engu nema sárindum og reiði og gríðarlegu álagi á fjölskylduna. Undrast nokkur að ég sé reið?

Þá segir Sigurlaug einnig:

En strákarnir mínir fá ekki krónu úr sínum sjóði því reglurnar eru þannig að þú færð greitt úr sjóðnum miðað við þær tekjur sem þú hafðir áður en þú ferð á örorku. Þar sem þeir eru fæddir svona er vitaskuld ekki um neinar tekjur að ræða fyrir örorku. Það þýðir að þeir öðlast aldrei sama rétt til greiðslna og aðrir en þurfa samt að greiða í sjóðinn af öllum sínum launum. Þykir þetta í lagi?

Reiði Sigurlaugar er uppsöfnuð. Hún beinist að stjórnvöldum sem afnema ekki króna-á-móti-krónu skerðingum á örorkubótum. Reiðin beinist líka að hagsmunasamtökum öryrkja og konunni sem sagði nýverið að það væri betra að fara á örorkubætur og fá íbúð hjá ÖBÍ en að vera á leigumarkaði: „Við þann lest­ur sauð upp úr hjá mér.“

Sigurlaug segir að hún skilji ekki hvernig fólk sem er við fulla heilsu taki ekki undir með öryrkjum og láti eins og kröfur þeirra komi sér ekki við:

„Hvað ger­ist ef fólk miss­ir heils­una? Er það til í að hafa þær tekj­ur sem hér að ofan grein­ir?“

Hún segir hið margumtalaða starfs­getumat vera olíu á eld reiðinnar þar sem hver sem „hefur fulla fimm“ ætti að sjá hvað það sé vitlaust. Innan þings og stjórnsýslu átti fólk sig ekki á hversu gallað kerfið sé eða standi á sama:

„Það er al­veg krist­al­tært að hver sá sem mæl­ir með þessu mati hef­ur ekki glóru­hug­mynd um líf ör­yrkja og hvorki hæfi­leika né vilja til að setja sig inn í þær aðstæður. Þeim sem mæla með þessu mati býð ég að hitta mig og ræða við mig og mína aug­lit­is til aug­lit­is því það væri allt of langt mál að rök­styðja það hér í lit­um grein­ar­stúf. Ég er hins veg­ar viss um að ekk­ert ykk­ar hef­ur í raun áhuga á að vita meira, því þetta snýst jú allt um pen­inga hvað ykk­ur varðar. Og ekki reyna að segja mér að þeir pen­ing­ar séu ekki til.“

Þá beinir Siglurlaug orðum sínum til formanna stjórnmálaflokkanna í ríkisstjórn:

Katrín, Bjarni og Sigurður, skammist til að standa við gefin loforð og afnemið strax krónu-á-mótikrónu-skerðinguna. Það væri a.m.k. góð byrjun, eða segið af ykkur ella. Þetta gengur einfaldlega ekki lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu