fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kom að bílnum dekkjalausum í Breiðholti

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 20:00

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi Breiðholts kom að bifreið sinni dekkjalausri fyrr í vikunni. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þóra Jónasdóttir, stöðvastjóri lögreglustöðvarinnar á Dalvegi, brýnir fyrir almenningi að tilkynna öll brot til lögreglu eins hratt og auðið er, en stundum vill það gerast að brot séu aðeins tilkynnt inn á íbúahópum á samfélagsmiðlum en ekki tilkynnt til lögreglu. 

Íbúa í Breiðholti brá í brún þegar hann varð þess vís að dekk vantaði undir bifreið hans. Ekki nóg með það þá vantaði ekki bara eitt dekk, heldur voru öll fjögur horfin. Þóra Jónasdóttir, stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar á Dalvegi, staðfesti að tilkynning um dekkjastuld hefði borist lögreglu en sagði það ekki algengt að heilum dekkjagangi væri stolið undan bifreið, en það kæmi þó fyrir. Málið er nú í rannsókn.

Tíðrætt hefur orðið um öryggi íbúa Breiðholtsins, fyrir stuttu fjallaði DV um sóðaskap og ónæði af vímefnaneytendum við þjónustukjarnann í Arnarbakka og inn Facebook hóp fyrir íbúa Breiðholts hafa íbúar margoft greint frá innbrotum inn á heimili eða bifreiðir í hverfinu. Á mynd úr skýrslu lögreglunnar um afbrot á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017 og sýnir þéttni tilkynntra innbrota sést að nokkuð títt er um innbrot í Breiðholtinu en flest eiga þau sér stað í miðbæ Reykjavíkur og í Hlíðunum.

Sjá einnig: Sindri þorir ekki að senda börnin út í búð

Mynd úr skýrslu lögreglu: Hér má sá þéttni tilkynntra innbrota á árinu 2017

Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu,  fyrir nóvember í fyrra, hefur átt sér stað mikil fjölgun á tilkynntum innbrotum á svæði lögreglustöðvarinnar við Dalveg sem þjónustar bæði íbúa Breiðholts sem og Kópavogs. Starfsmenn lögreglustöðvarinnar eru í dag fjórir og tveir lögreglubílar sinna svæðinu. Það hljómar ekki ýkja mikið en er þó mikil bót frá því að stöðin hafði aðeins yfir að ráða einum og hálfum lögreglubíl og þremur föstum starfsmönnum.

„Stundum vilja svona brot aðeins rata inn á íbúasíður á Facebook en ratar ekki í okkar hendur, allavega ekki strax,“ sagði Þóra stöðvarstjóri í samtali við DV.

„Best er þegar aðilar taka eftir grunsamlegum mannaferðum að hafa strax samband við lögreglu. Betra að tilkynna og oft, heldur en ekki. Fólk er stundum ragt við að hringja í 112 en það á ekki að vera það. Við viljum fá allt og metum það í hvert sinn. Við reynum eins og kostur er að fara í málin strax, ef við erum ekki í einhverju öðru verkefni. Grundvallaratriðið er að fólk tilkynni allt til okkar. Þá reynum við að fylgja því eftir eins og kostur er og betra að fá mál inn til okkar fyrr heldur en seinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?