fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Gunnar Smári: Davíð, Hannes og Björn þurfa róandi við æðisköstum- Hársbreidd frá því að vera froðufellandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 11:52

Gunnar Smári Egilsson, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson og Hannes H. Gissurarson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, segir að Hannes Hólmsteinn, Davíð Oddsson og Björn Bjarnason skrifi tóma vitleysu í vænisýkiskasti og ofboði. Allir þrír hafa skrifað mikið um Gunnar Smára og verkalýðshreyfinguna undanfarna daga.

Sjá einnig: Björn segir Eflingu hafa opnað leið til að „standa straum af kostnaði við flokkspólitíska starfsemi“ Gunnars Smára

Gunnar Smári telur þetta jafnvel áhyggjuefni.

„Lítil virkni almennra félaga hefur dregið mátt úr verkalýðshreyfingunni undanfarna áratugi. Völd innan félaganna hafa færst frá almennum félögum til launaðra starfsmanna, sem oft sitja í störfum sínum áratugum saman án kosninga og án þess að sækja raunverulegt umboð til félagsmanna. Grasrót í einu félagi rís upp gegn þessu, vinnur stjórnarkjör og lætur það verða sitt fyrsta verk að byggja upp félagssvið til að örva virkni almennra félaga og endurheimta eðli félagsins í félaginu; gera það aftur að félagi en ekki stofnun/fyrirtæki/klíkuveldi,“ segir Gunnar Smári.

Hann vísar til leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem stéttarfélagið Efling er sögð boða herskáa baráttu. Hannes Hólmsteinn hefur svo skrifað hverja stöðufærsluna á eftir annarri um Gunnar Smára og Eflingu undanfarið. „Er ekki kominn tími til að safna upp í fargjald fyrir Gunnar Smára til Venesúela, aðra leiðina. Þar er nú heldur betur iðkaður sósíalisminn,“ skrifaði Hannes til að mynda í vikunni.

Björn Bjarnason hefur sömuleiðis fjallað mikið um sama málefni á bloggi sínu. Hann sagði í gær að Efling væri nokkurs konar útibú frá Sósíalistaflokknum.  Gunnar Smári segir þá hársbreidd frá því að vera froðufellandi.

„Við það fær hægrið og sendisveinar auðvaldsins hland fyrir hjartað og fara á taugum, skrifa tóma vitleysu í vænisýkiskasti og ofboði. Vanstilling auðvaldsins er áhyggjuefni. Miðað við æðisköst Davíðs, Hannesar, Björns og annarra kaboja hægrisins síðustu daga er raunveruleg hætta á að SA, xD og ríkisstjórnin fari á taugum og grípi til einhverra óheillaaðgerða frammi fyrir upprisu almennings. Það þarf einhver að læða róandi í kaffibollann hjá þessum mönnum, áður en þeir fara að froðufella. En það er kannski of seint,“ segir Gunnar Smári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“

Grimmd öldunga í Kringlunni – Þórgný brugðið: „Kölluðu hann öllum illum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“

Sturluð græðgi í Kópavogi: „Hvers konar manneskja ertu að leigja þetta?“
Fréttir
Í gær

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30% – Gestunum fjölgaði um 30% – Kenning Þórarins í IKEA hefur sannað sig
Fréttir
Í gær

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi

Íslendingur tekinn með amfetamínbasa: Situr í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu

Tveir á sjúkrahús eftir bílveltu