fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fréttir

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 17. september 2019 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Ant­on Bielt­vedt skrifaði skoðanapistil í Morgunblaðið í dag um fréttina sem enginn vildi birta. Hann segir sig og félaga sína í Jarðarvinum hafa sent fréttatilkynningu á alla helstu fjölmiðla landsins þann 15. ágúst síðastliðinn. 

Fréttatilkynningin snérist um meðaldánartíðni hreindýrakálfa veturinn 2018-2019 en hún var 21%. Dánartíðnin var frá 9% upp í 45% eftir svæðum en seinni talan er sögð ógnvekjandi þar sem nánast annar hver kálfur fórst.

Ole Anton segir magnið af kálfum sem fórust hafa verið í kringum 600, væntanlega flestir úr hungri og vosbúð. Hann segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Íslands, hafi heimilað dráp á rúmlega þúsund kúm frá 1. ágúst til 15. september 2018. 

„Voru yngstu kálfarn­ir rétt 8 vikna þegar drápið á mæðrum þeirra hófst. Er sjálf­gefið að mest­ur hluti kálf­anna 600 sem fór­ust hafi verið móður­laus og van­bú­inn til að standa á eig­in fót­um þó að tíðarfar síðasta vet­ur hafi verið gott. – Geta menn ímyndað sér hví­lík­ur fjöldi munaðarlausra kálfa hefði drep­ist ef harður vet­ur hefði komið.“

Ole Anton segir það hafa verið heimsfrétt á dögunum að 200 hreindýr hafi drepist á Svalbarða.

„Ástæðan þar var tal­in lofts­lags­breyt­ing­ar og hita­sveifl­ur sem þeim tengj­ast. Haustið 2018 kom þar hlý­indakafli og svo hörku­frost ofan í það. Lagðist klaka­brynja yfir beiti­land dýr­anna sem þau komust ekki í gegn­um. Því fór sem fór. Hörm­ung­ar­saga sem vakti at­hygli víða um heim. Á Sval­b­arða eru þó um 22.000 hrein­dýr. Drapst þannig með þess­um hörmu­lega hætti „aðeins“ um 1% dýr­anna.

Hann segir þó málið vera öðruvísi hér á landi því hér voru það engar klakabrynjur sem drápu kálfana.

„Held­ur fórst 21% kálf­anna, 600 burðar­litl­ir kálf­ar, á fyrsta vetri af manna­völd­um; skeyt­ing­ar­leysi, van­rækslu og virðing­ar­leysi stjórn­valda gagn­vart líf­rík­inu og nátt­úr­unni. Um­hverf­is­ráðherra hefði getað seinkað veiðitíma hrein­dýrskúa í ár á grund­velli þeirra upp­lýs­inga, sem hann fékk frá NA 17. júlí sl. en gerði það ekki.

Ole bendir á að í Noregi og Svíðþjóð sé sagan önnur. Þar megi ekki drepa hreyndýr og önnur hjartardýr fyrr en þegar kálfarnir eru orðnir minnst 12 og 14 vikna. Hann segir að það þurfi að lengja griðatíma hreindýrakálfa hér á landi til að minnsta kosti 27. ágúst. Þannig væri hægt að draga úr því að hreindýrakálfar hér á landi farist í jafn stórum stíl og gerist nú.

„Ein­hver hluti hrein­dýr­skálfa fell­ur að vetri af nátt­úru­leg­um ástæðum þó að kálf­ar njóti móður­mjólk­ur og móður­vernd­ar en það hlut­fall ligg­ur langt, langt und­ir nefndri dán­artíðni kálfa hér.“

Ole gagnrýnir það að aðeins einn miðill hafi greint frá þessu en tilkynningin var send á alla helstu fjölmiðla landsins.

„Aðeins einn þeirra hafði sjálf­stæði og mann­dóm í sér til að skýra frá frétt­inni; Hring­braut. All­ir hinir þögðu þunnu hljóði. Á Hring­braut heiður skil­inn!“

Hann veltir því fyrir sér hvers vegna fréttin hafi ekki verið birt annars staðar.

„Sátu veiðimenn kannski í rit- eða frétta­stjórn­um? Eða beittu kannski allt að 4.000 veiðimenn sem sum­ir kalla „hvít­flibba“, hrein­dýra­veiðiferð kost­ar hundruð þúsunda, ef ekki hálfa millj­ón, þumal­skrúfu aug­lýs­inga­kaupa eða Höðrum per­sónu­leg­um áhrif­um á miðlana?“

Ole hneykslar sig á fjölmiðlunum sem birtu ekki frétt um málið en hann segir þetta vera skammarlegt.

„Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un þeirra sem ein­mitt eiga að stuðla að frjáls­um frétta­flutn­ingi og bera ábyrgð á lýðræðis­legri umræðu í land­inu.“

Hann segir einhverja fjölmiðlana hafa afsakað sig með því að fréttatilkynningin hafi verið einhliða.

„Af hverju gáfu þess­ir menn þá ekki Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands og/​eða Um­hverf­is­stofn­un, eða þá um­hverf­is­ráðherra, eina viku til andsvara, áður en þeir birtu frétt­ina?“

Ole segir frammistöðu fjölmiðlana vera lélega.

„Lé­leg frammistaða þeirra, sem eiga að mynda „fjórða valdið“ – vald eft­ir­lits, gagn­rýni og aðhalds frjálsr­ar fjöl­miðlun­ar – jafn þýðing­ar­mikið og það er í nú­tímaþjóðfé­lagi. Oft virðist það ekki vera til hér. Spill­ing­in get­ur því grass­erað nán­ast óhindrað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú innanlandssmit og tvö við landamæraskimun

Þrjú innanlandssmit og tvö við landamæraskimun
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“
Fréttir
Í gær

Allar kirkjur landsins munu skarta regnbogafánum á laugardag

Allar kirkjur landsins munu skarta regnbogafánum á laugardag
Fréttir
Í gær

Sigursteinn reynir að róa þjóðina: „Óþarfi að fara á taugum þó að smitum fjölgi“

Sigursteinn reynir að róa þjóðina: „Óþarfi að fara á taugum þó að smitum fjölgi“
Fréttir
Í gær

Smit í Vestmannaeyjum – Aðgerðarstjórn virkjuð

Smit í Vestmannaeyjum – Aðgerðarstjórn virkjuð
Fréttir
Í gær

Íslandsmeistaramóti í hrútadómum aflýst – Hrútaþuklið bíður betri tíma

Íslandsmeistaramóti í hrútadómum aflýst – Hrútaþuklið bíður betri tíma