fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ásmundur vill veggjöld: Íslendingum finnst það eðlilegt í útlöndum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslendingum sem ferðast erlendis og aka um á góðum hraðbrautum finnst eðlilegt að greiða veggjald fyrir afnot af vegakerfi heimamanna. Viljum við ekki að það sama gildi um erlenda ferðamenn á Íslandi sem eru 22% af umferðinni á þjóðvegum landsins.“

Þetta segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni. Þar tjáir hann sig um frétt Morgunblaðsins í dag þess efnis að erlendir ferðamenn hafi ekið bílaleigubílum alls um 660 milljónir kílómetra á vegum landsins í fyrra. Þetta er margföldun frá því sem áður var en talið er að erlendir ferðamenn hafi ekið um 100 milljónir kílómetra árið 2010.

Í fréttinni er vísað í greinargerð fyrirtækisins Rannsóknir & ráðgöf ferðaþjónustunnar þar sem fram kemur að akstur erlendra ferðamanna í fyrra hafi verið 22 prósent af einkaakstri hér á landi.
„Okkur munar um 22% greiðsluþátttöku erlendra ferðamanna þegar áætlanir segja að kostnaðurinn við vegakerfið á næstu árum og áratugum verði 400 milljarðar. En gjaldið má ekki vera hærra en ávinningurinn af greiðari umferð um nýja og betri vegi og vegamannvirki,“ segir Ásmundur í færslunni.

Þó nokkrar umræður eru undir færslu þingmannsins og benda margir á að bifreiðaeigendur séu löngu búnir að borga þessar framkvæmdir.

„Allir sem aka bíl, hafa borgað skatta til vegagerðar, með eldsneytis sköttum, bifreiðarsköttum, sköttum af varhlutum og olíum, sköttum af innkaupsverði bíla ofl. ofl. Kominn tími til að þið pólitísku business menn sýnið þegnunum lágmarks virðingu fyrir það sem er mokað undir ykkur. Við eigum betra skilið. Þið skilið aðeins inn 26 milljörðum af teknum 85 milljörðum til vegegerðar! Hvert fer mismunurinn? Ég krefst svara,“ segir Birgir Rúnar Sæmundsson til dæmis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala