fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Stígamót ætla að kæra niðurfelld ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. september 2019 15:13

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stígamót, samtök gegn kynferðisofbeldi, vinna nú að því að kæra niðurfelld ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Eiga samtökin í samvinnu við sex konur og einn lögfræðing um þetta. Samtökin hvetja fleiri konur til að bætast í hópinn en fundin hefur verið leið til að fjármagna málareksturinn. Tilkynning sem Stígamót hafa sent frá sér vegna málsins er eftirfarandi:

„Á Stígamótum erum við í samstarfi við sex konur og brilliant lögfræðing um að kæra niðurfelld ofbeldismál til mannréttindadómstóls Evrópu. Málin verða að hafa verið felld niður síðustu sex mánuði og það þarf að kæra niðurfellinguna til saksóknaraembættisins. Við viljum kortleggja mynstrið í niðurfellingunum og getum bætt konum í hópinn. Við höfum fundið leið til þess að fjármagna kærurnar þannig að konur eiga ekki að bera neinn kostnað af málarekstrinum, Þær gætu hins vegar fengið skaðabætur frá íslenska ríkinu, falli dómur í mannréttindadómstólnum. Endilega látið þetta berast til þeirra kvenna sem gætu viljað vera með. Því fleiri, því sterkari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“