fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dauðsföll og alvarlegir lungnasjúkdómar: Sif getur ekki ráðlagt fólki að nota veip

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex einstaklingar hafa dáið í Bandaríkjunum að undanförnu og margir veikst í kjölfar rafrettu-notkunar. Óvíst er hvað veldur en Lee Norman, yfirmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum í Kansas, hefur kallað eftir því að fólk hætti að nota veip, eða rafrettur, fyrir fullt og allt.

„Ef þú veipar eða einhver þér nákominn skaltu hætta,“ segir hann í frétt sem Metro vitnar til. Talið er að minnst 500 manns hafi veikst en einkennin eru dæmigerð fyrir þá sem glíma við veikindi eða sjúkdóma í öndunarfærum.

„Svo sem hósta, mæði og verk fyrir brjósti. Aðrir hafa jafnframt fundið fyrir einkennum í meltingarvegi, líkt og ógleði, uppköstum og niðurgangi. Önnur einkenni á borð við þreytu, hita og þyngdartap hafa jafnframt verið algeng meðal þeirra sem veikst hafa,“ sagði í frétt sem birtist á heimasíðu Embættis landlæknis hér á landi á mánudag.

Simah Herman, sem sést á myndinni hér að ofan, er ein þeirra sem hefur veikst en hún hefur nú hafið herferð sem miðar að því að fræða fólk um hugsanlega skaðsemi rafretta. Önnur ung stúlka, Maddie Nelson, 18 ára, lá í dái um nokkurt skeið eftir alvarleg veikindi en hún hafði veipað á hverjum degi síðastliðin þrjú ár þegar hún veiktist. Hún hvetur foreldra til að ræða við börn sín.

Rafrettur tengja sjúklingana

„Allir þeir sem hafa veikst hafa notað rafrettur. Enn er ekki vitað hvort að veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það.

Vel er fylgst með málinu á lungnadeild Landspítala en þar eru sjúklingar spurðir sérstaklega út í notkun á rafrettum. Enn sem komið er hefur ekkert tilfelli af sama toga og í Bandaríkjunum verið tilkynnt hér á landi,“ segir í frétt landlæknis.

Getur ekki ráðlagt fólki að nota veip

RÚV ræddi í dag við Sif Hansdóttur, yfirlækni lungnadeildar Landspítalans, um málið í dag. Hún segir að læknar hafi byrjað að tengja þetta saman þegar læknar á barnadeild í Wisconsin tóku eftir því að óvenjumikið af ungu fólki væri með alvarleg öndunarfæraeinkenni. Rannsókn var gerð í kjölfarið og birtust niðurstöðurnar í The New England Journal of Medicine á dögunum.

Hún segir óvíst hvað veldur þessum veikindum, hvort það sé eitthvað í sjálfum veikvökvanum eða eitthvað annað.

„Gæti þetta mögulega verið tengt tækinu, rafrettunni? Það eru til ýmis mismunandi tæki, mismunandi rafrettur sem eru mismunandi samsettar. Gæti þetta verið tengt einstaklingnum? Eru þetta einstaklingar sem eru að deila rafrettum? Eru þetta einstaklingar sem nota rafrettur meira eða oftar en aðrir? Eru þetta einstaklingar sem eru kannski að anda meira kröftugt að sér? Eru þetta einstaklingar sem eru með undirliggjandi vandamál? Af hverju veikist þetta fólk? Það er í rauninni spurning sem ekki sem hefur verið almennilega svarað,“ segir hún og bætir við að hún geti ekki mælt með því að fólk veipi.

„Ég get ekki ráðlagt fólki að nota veip eins og staðan er í dag. En ég segi gjarnan að þetta geti ekki verið verra en reykingarnar, en það þýðir samt ekki að það sé gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat