fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

Ömurleg sjón mætti Illuga í kvöld: Konan sat grátandi á gangstéttinni með köttinn í fanginu – Biðlar til borgarstjóra sem svarar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2019 22:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér við Amtmannsstíginn var verið að drepa kött. Bíll spændi á fullri ferð niður götuna og stoppaði ekki einu sinni þegar hann keyrði á fallegan mislitan kött sem býr hér skammt frá. Þannig keyra sumir ökumenn niður götuna.“

Svona hefst færsla sem fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Óhætt er að segja að færslan hafi vakið athygli enda lýsir Illugi þarna býsna óhugnanlegu atviki.

Illugi segir í færslunni að hjartalag ungs manns sem stoppaði stuttu síðar hafi verið öllu betra en ökumannsins sem ók á köttinn. Segir Illugi að ungi maðurinn hafi stoppað og klappað kettinum meðan hann dó. Hann hringdi svo á lögregluna og í eigandann.

„Nokkru seinna var konan sem á köttinn að bera hann dáinn af götunni og þá kom annar bíll sem urraði frekjulega af því fólk var að þvælast fyrir honum, og svo gaf bílstjórinn rösklega í með háum vélarhljóðum og handapati þegar konan var sest grátandi á gangstéttina með köttinn sinn í fanginu.“

Illugi endar færslu sína á að merkja Dag B. Eggertsson borgarstjóra og biðlar hann til hans að íbúar við Amtmannsstíginn fái aftur hraðahindranir sem voru á götunni til skamms tíma. Fyrir 10 til 15 árum hafi verið tvær hraðahindranir, járnbútar sem smátt og smátt losnuðu og voru ekki endurnýjaðir. „Nú bruna fíflin niður Amtmannsstíginn á fullri ferð,“ segir hann.

Dagur B. Eggertsson svarar færslu Illuga og segir: „Leiðinlegt og sorglegt að heyra Illugi – erum að skoða þessi hraðamál í íbúðahverfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Umdeilt frumvarp Áslaugar gæti reynst himnasending fyrir brugghús og smærri framleiðendur

Umdeilt frumvarp Áslaugar gæti reynst himnasending fyrir brugghús og smærri framleiðendur
Fréttir
Í gær

Heimsendingar í COVID-faraldrinum – Krónan opnar snjallverslun en Bónus verður ekki með – „Afgreiðslufólk í verslunum – þetta eru hetjur“

Heimsendingar í COVID-faraldrinum – Krónan opnar snjallverslun en Bónus verður ekki með – „Afgreiðslufólk í verslunum – þetta eru hetjur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lækna-Tómas hjólar í VG – „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman“

Lækna-Tómas hjólar í VG – „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman“