fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Barnafólk leitar aðstoðar vegna skólabyrjunar – „Það vill enginn sex ára byrja í skólanum án skólatösku“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 07:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn hóf Hjálparstarf kirkunnar að aðstoða foreldra sem búa við kröpp kjör og vantar aðstoð við ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs. Breyting hefur orðið á starfseminni eftir að sveitarfélögin byrjuðu að útvega börnunum ritföng en það er margt annað sem þarf í skólann.

„Biðstofan er búin að vera full í dag. Það er bara þannig á hverju hausti, þá getur barnafólk leitað til okkar með aðstoð.“

Hefur Fréttablaðið eftir Kristínu Ólafsdóttur, fræðslustjóra hjá Hjálparstofnun kirkunnar, en blaðið fjallar um málið í dag.

„Eðli starfseminnar breyttist nokkuð þegar sveitarfélögin byrjuðu að útvega ritföngin sem eru notuð í skólunum. En það er margt sem er eftir. Það er skólataska, nestisbox, sundtaska, ritföng til að nota heima, allt þannig. Það vill enginn sex ára byrja í skólanum án skólatösku.“

Sagði Kristín.

Þrír félagsráðgjafar starfa hjá Hjálparstofnun kirkunnar. Þar er tekið á móti fólki og farið yfir upplýsingar um tekjur þess til að meta hversu mikla aðstoð það hefur þörf fyrir. Mið er tekið af aðstæðum hvers og eins.

Í fyrra fengu rúmlega tvö þúsund fjölskyldur efnislega aðstoð frá Hjálparstofnuninni. Margir leggja stofnuninni lið með fjárframlögum, fatagjöfum og sjálfboðavinnu.

„Undanfarin ár hafa foreldrar rúmlega tvö hundruð barna fengið sérstaka aðstoð fyrir skólann, það koma ekki allir strax í byrjun skólaársins. Sú tala rennur svo saman við þau börn sem fá notaðan fatnað.“

Sagði Kristín.

Við þetta bætist að í fyrra fengu rúmlega fjörtíu börn sérstakn styrk til íþróttaiðkunar og tónlistarnáms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt