fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fréttir

Ari segist virða gagnrýnina sem hann fær á sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2019 11:30

Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segist skilja og virða gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í starfi. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Ara. Hann var skipaður Þjóðleikhússtjóri fyrir fimm árum og sækist eftir því að gegna starfinu áfram. Staðan hefur hins vegar verið auglýst til umsóknar og meðal umsækjenda er Magnús Geir Þórðarsson útvarpsstjóri RÚV en hann hefur áður gegnt stöðu leikhússtjóra hjá Borgarleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar.

Í umfjöllun um þá gagnrýni sem Ari hefur fengið á sig í starfi segir í viðtalinu:

Ferill Ara sem þjóðleikhússtjóri hefur ekki alltaf verið hæglátur. Kvartanir um erfið samskipti og hegðun hans hafa komið upp á yfirborðið og deilur við Félag íslenskra leikara (FÍL) ratað í fjölmiðla. Ari hefur fengið á sig gagnrýni og ástandi innan Þjóðleikhússins verið lýst sem viðkvæmu.

„Ég virði og skil þá gagnrýni sem ég hef fengið á mig,“ segir Ari. „Þjóðleikhússtjóri þarf oft að taka ákvarðanir sem varða starfsframa listamanna og þeir eðlilega taka það nærri sér. Ég auðvitað hef alltaf reynt að taka þær ákvarðanir á málefnalegan hátt og eins vel og hægt er og stend alveg við þær þótt ég skilji að það séu ekki allir fullkomlega sáttir við það.“

Ari segist taka það nærri sér ef einhver er ósáttur við hann, en það sé hluti af starfi þjóðleikhússtjóra. „Ég verð að sætta mig við það að ekki sé alltaf sagt rétt frá samskiptum, en ég tek það til mín. Ég tek gagnrýninni þannig að ég hugsa um það sem að mér snýr og reyni að bæta það sem ég get bætt,“ segir hann.

Ari víkur að harðnandi samfélagsumræðu samtímans og telur að leikhúsið gegni mikilvægu hlutverki sem mótvægi við hana:

„Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi. Þú færð í leikhúsinu dýpri og hreinni skilning á hlutskipti mannsins. Bíómyndir eru allt öðruvísi og verka allt öðruvísi á mann. Ég held að leikhúsið hafi mjög mikilvægum skyldum að gegna í dag. Það er eins og samfélagsmiðlar dragi fram í okkur vonda þætti, sem eru dómharka og skortur á umburðarlyndi og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra, og það sé enginn miðill annar en leikhúsið sem geti betur svarað þessu. Ég hef trú á að leikhúsið hafi nær helgan tilgang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Jón Ívar kærir Jón Magnús til Siðanefndar lækna

Jón Ívar kærir Jón Magnús til Siðanefndar lækna
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir að sparka í lögreglumann í mótmælum til stuðnings hælisleitendum

Ákærð fyrir að sparka í lögreglumann í mótmælum til stuðnings hælisleitendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

213 milljóna gjaldþrot Manna í vinnu – Leynilegar upptökur DV virðast sanna kennitöluflakk

213 milljóna gjaldþrot Manna í vinnu – Leynilegar upptökur DV virðast sanna kennitöluflakk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir lögmenn brjóta siðareglur þegar þeir aðstoði hælisleitendur við að tefja mál

Segir lögmenn brjóta siðareglur þegar þeir aðstoði hælisleitendur við að tefja mál